Á að skipta eignunum í sex hluta og málið dautt?

Á að skipta eigunum í sex hluta við andlát mannsins …
Á að skipta eigunum í sex hluta við andlát mannsins eða erfir hann konuna sína? Ljósmynd/Unsplash

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem er að velta fyrir sér erfðamálum. 

Sæll

Er að velta fyrir mér erfðamálum. Á föður á lífi sem er með elliglöp (við systkinin erum þrjú). Hann var kvæntur konu sem átti einnig þrjú börn, en hún er látin. Þau gerðu held ég erfðaskrá um að vera í óskiptu búi og einnig töluðu þau um að eftir þeirra daga væri bara að skipta eignum þeirra í sex parta og og málið dautt.

Nú lést konan hans fyrir rúmu ári en þá var faðir minn að flytja í íbúð fyrir 65 ára og eldri þar sem að hann hefur verið þar til fyrir 2 mánuðum þegar hann varð veikur.

Nú spyr ég: Þegar hann fellur frá má þá selja íbúðina og skipta öllum eignum þeirra í sex hluta eða þarf að fara í gegnum ferlið að hann erfi hana þannig að við börnin hans fáum meira út úr þessu en börnin hennar.

Ég veit það hefði verið ósk þeirra beggja að skipta jafnt á milli barnanna sinna 3+3 enda safnaðist þeirra „auður“ eftir að þau tóku saman.

Kveðja,

Ein af sex

Sævar Þór Jónsson rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.
Sævar Þór Jónsson rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.

Sæl Ein af sex

Samkvæmt skýlausu orðagi 2. mgr. 19. gr. erfðalaga nr. 8/1962 fellur erfðaréttur langlífari maka, sem situr í óskiptu búi, niður ef skipti á búinu fara fram eftir andlát beggja. Þetta þýðir að niðjar beggja taka arf eftir almennum reglum eða í jöfnum hlutum, nema um aðra skiptingu sé kveðið í erfðaskrá. Af þessu leiðir að tilkall föður þíns til arfs eftir konu sína sálugu fellur niður sitji hann í óskiptu búi þegar andlát hans ber að. Þá verð ég að hafa fyrirvara á svari mínu varðandi erfðaskrá þeirra hjóna sem þú minnist á, hafi þau gert sameiginlega erfðaskrá þá er almenna reglan sú að langlífari makinn getur ekki breytt efni slíkrar sameiginlegrar erfðaskrár enda þurfi til þess samþykki beggja. Að vissum skilyrðum uppfylltum getur langlífari makinn þó gert erfðaráðstafanir er lúta að hans hluta. Af fyrirspurn þinni má þó ráða að heilsufari föður þíns sé þannig háttað að hann sé ekki lengur fær um að gera erfðaráðstafanir eða það sem kallað er arfleiðsluhæfi í erfðalögum.

Kær kveðja, 

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari Þór spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál