Bróðirinn heldur fram hjá eiginkonunni

Karlmaður veit af framhjáhaldi bróður síns og veit ekki hvernig …
Karlmaður veit af framhjáhaldi bróður síns og veit ekki hvernig hann á að haga sér. mbl.is/Thinkstockphotos

„Bróðir minn sagði mér í trúnaði að hann væri að halda fram hjá eiginkonu sinni með annarri konu. Ég get ekki hætt að hugsa um það. Ég er 19 ára og hann er 28 ára. Hann hefur verið með eiginkonu sinni síðan hann var 16 ára. Þannig að ég var barn þegar ég kynntist henni fyrst og elska hana eins og systur. Þau eiga þrjú börn, öll yngri en tíu ára, og það er mikið að gera á heimilinu núna þegar börnin eru ekki í skóla og leikskóla. Bróðir minn er pípari og fer og hittir hjákonuna þegar hann á að vera í vinnunni. Þetta hefur virkilega mikil áhrif á mig,“ skrifaði umhyggjusamur bróðir og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun.  

Ráðgjafinn bendir honum á að hann geti ekki leikið löggu á heimili bóður síns og mágkonu. Ráðgjafinn segir honum þó að hann geti sagt bróður sínum að hann sé með áhyggjur af fjölskyldu hans. 

„Framhjáhald getur verið eins og flótti frá fjölskylduábyrgð en fjölskyldan mun öll þjást ef hann lætur hjónabandið finna fyrir því. Biddu hann um að taka sér pásu frá framhjáhaldinu til þess að reyna að finn út úr vandanum heima fyrir.“ 

Bróðirinn stundar kynlíf með hjákonunni þegar hann á að vera …
Bróðirinn stundar kynlíf með hjákonunni þegar hann á að vera í vinnunni. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál