5 hlutir sem hamingjusamar konur gera ekki

Hamingjusamar konur vita hvað þær vilja út úr lífinu.
Hamingjusamar konur vita hvað þær vilja út úr lífinu. Ljósmynd/Colourbox

Það eru margar hamingjusamar konur sem hafa fulla stjórn á tilfinningum sínum þegar kemur að karlmönnum. Þetta eru vanalega konur sem gefa sér góðan tíma til að kynnast maka sínum áður en þær ákveða að fara í samband og taka því ekki persónulega þótt hlutirnir gangi ekki upp.

Hér eru fimm hlutir sem þessar konur gera ekki:

Þær fara ekki alla leið á fyrsta stefnumóti

Hamingjusamar konur tengja ekki kynlíf við ást á fyrsta stefnumóti. Þær vita að oxýtósín-hórmónið getur gert þær blindar og vanda sig þar af leiðandi við að kynnast þeim sem þær eru að hitta hverju sinni.

Þær detta ekki í dagdrauma um þann aðila sem þær eru að hitta hverju sinni og taka sér stundum langan tíma í að kynnast viðkomandi. 

Þær vita að karlar sem vilja ekkert annað en kynlíf, hafa engan áhuga á að kynnast þeim á almannafæri og eru því frekar öruggar með aðilann sem þær síðan ákveða að fara í samband með. 

Karlmenn bera vanalega mikla virðingu fyrir þessum konum og hafa gaman af því að hitta þær í allt að 10 stefnumót áður en svefnherbergið er nefnt á nafn. 

Þær semja áður en þær fara í samband

Hamingjusamar konur vita hvers virði þær eru og skilgreina sig ekki eftir sambandinu sem þær eru í hverju sinni. Þær vita að hamingjan býr innra með þeim. Af þessum sökum er ekki auðvelt að leika sér með þær og fá þær til að gera hluti sem þær ekki vilja sjálfar.

Þær eiga stóran vinahóp og eru í góðum tengslum við fjölskyldu sína og gera sömu kröfur til kærastans sem þær vilja fara í samband með. Enda vilja þær ekki að sambandið verði eins og lokað kerfi. Heldur að það auki líkurnar á að þær kynnist fleiru áhugaverðu fólki sem þær geta deilt lífinu með. 

Inn í sambandssamninginn setja þær alls konar atriði sem skipta þær máli inn í framtíðina. Þær semja vanalega ekki við aðila sem hefur engar langanir og þarfir þegar kemur að samböndum. 

Þær kunna að setja heilbrigð mörk

Hamingjusamar konur vita að þær þurfa að fylgja eftir þeim hlutum sem skipta þær máli í samböndum. Þær eru fljótar að átta sig á hvert sambandið sem þær eru í stefnir og eru duglegar að halda þeim mörkum sem þær setja í upphafi. 

Þær kunna að taka ábyrgð á sér og falla ekki í þá gryfju að skipta um kennitölu, fatnað og hárgreiðslumeistara þótt þær séu komnar á fast. 

Þær eru sínir eigin skemmtanastjórar og líta ekki á sambönd sem fangelsi. 

Þær kunna að sleppa

Hamingjusamar konur vita að það tekur allt að ár að athuga hvort nýtt samband gangi til frambúðar. Þær eru fljótar að átta sig á mönnum sem ekki eru tilbúnir í skuldbindingu og eru þá tilbúnar að sleppa tökunum á sambandinu og halda áfram. 

Þær kunna að haga sér í alls konar aðstæðum og vita að ástarsorgin er ekki mikil þótt sambandið gangi ekki upp á fyrsta ári. 

Þær forðast að detta í vangaveltur og dagdrauma, enda vita þær að góðir hlutir gerast hægt og mikilvægt er að báðir aðilar haldi áfram að þróa persónueinkenni sín hvort heldur sem þeir eru í sambandi eða ekki. 

Hamingjusamar konur eru óhræddar við að biðja um það sem þær vilja og hlusta á það sem makinn vill og vissar um að sambandið deyr þegar báðir aðilar eru hættir að hafa áhuga á því. Þær róa ekki bátnum einar og sætta sig ekki við karlmenn með annan fótinn í sambandi við sig. 

Þær gefast ekki upp

Hamingjusamar konur gefa sér ekki eina eða tvær tilraunir til að finna einstaklinginn sem þær vilja deila lífinu með. Þær ræða þessi mál við fáa aðila og leyfa sér að reka sig á og gera mistök. Þær gefast ekki upp á að eignast það líf sem þær vilja og vita að æfingin skapar meistarann og þær verðskulda allt það besta sem lífið hefur upp á að bjóða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál