Kærastinn tjáir sig ekkert í rúminu

Kærastinn er þögull meðan á kynlífi stendur.
Kærastinn er þögull meðan á kynlífi stendur. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Ung kona í nýlegu sambandi á í vandræðum með kærastann sinn þar sem hann tjáir sig lítið þegar þau stunda kynlíf saman. Hún vill fá að vita hvernig hún getur hvatt hann til að slaka á og tjá sig.

„Ég er búin að vera með kærastanum mínum í um 10 mánuði og hef aldrei verið hamingjusamari. Eina vandamálið er að mér finnst frekar óþægilegt að vera með honum í svefnherberginu, samanborið við hvernig mér hefur liðið í fyrri samböndum. Aðalvandamálið er að hann tjáir sig aldrei á meðan við stundum kynlíf. Ég hef reynt að spyrja hann hvað honum finnst gott og hann hundsar mig bara. 

Það lætur mér líða eins og ég sé ekki nógu góð fyrir hann. Hann hefur opnað sig og sagt mér að hann hafi ekki verið fullur sjálfstrausts hvað varðar kynlífið í fyrri samböndum, og að honum hafi oft verið hafnað, þannig að ég held þetta tengist því eitthvað. En er eðlilegt að stynja ekkert og segja ekkert á meðan forleik og kynlífi stendur? Þegar við höfum talað um kynlíf segi ég honum alltaf að mig langi til að hann slaki aðeins meira á og sé sjálfsöruggari í kringum mig. Ég veit það er hægara sagt en gert, en ég vil svo innilega hjálpa honum og sýna honum að hann geti verið hann sjálfur með mér og notið kynlífs. Hann fær alltaf fullnægingu svo ég hlýt að vera gera eitthvað rétt.“

Pamela Stephanson Connolly, ráðgjafi Guardian, svarar ungu konunni og hughreystir hana. 

„Kærastinn þinn er nú þegar búinn að deila með þér að hann skorti sjálfstraust og er hræddur við höfnun. Þú mátt búast við því að það muni taka hann nokkurn tíma að verða öruggari með sig í kynlífinu. Hann örvast greinilega kynferðislega, en hann þarf að komast yfir kvíðann til að ná fullnægingu og það er ekki auðvelt fyrir hann. 

Kannski skortir þig líka trú á sjálfa þig um að þú getir fullnægt honum og leitar eftir viðbrögðum frá honum. Andaðu. Ekki ýta of mikið á eftir honum. Ef þú segir honum að róa sig þá mun honum bara líða verr. Það besta í stöðunni fyrir þig er að hrósa honum fyrir litlu hlutina sem hann gerir fyrir þig og lýsa þínum tilfinningum á meðan. 

Þrátt fyrir að sumir karlmenn segi upphátt hvernig þeim líður í kynlífi, þá hefur mörgum karlmönnum verið kennt að tala ekki um kynlíf og halda niðri tjáningu um hvað þeim finnst gott. Ekki taka þessu persónulega,“ segir Connelly. 

Connolly segir að mörgum karlmönnum hafi verið kennt að tjá …
Connolly segir að mörgum karlmönnum hafi verið kennt að tjá sig ekki mikið í rúminu. Ljósmynd/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál