5 hlutir sem konur sem ná árangri gera ekki

Konur sem ná árangri eru í allskonar störfum.
Konur sem ná árangri eru í allskonar störfum. mbl.is/Colourbox

Það eru marg­ar kon­ur sem eru stöðugt að ná árangri í lífinu. Þetta eru vanalega konur sem starfa við það sem þær elska. Hika ekki við að skipta um vinnu og fara á eftir draumum sínum ef svo ber undir. 

Hér eru fimm hlutir sem þessar konur gera ekki:

Þær efast ekki um sig

Konur sem ná árangri í lífinu vita að það sem þær starfa við hverju sinni skilgreina þær ekki sem manneskjur. Þær eru í allskonar störfum, en það sem þær gera hverju sinni er eitthvað sem þær hafa áhuga á. 

Þær velja að starfa og lifa í umhverfi þar sem hæfileikar þeirra njóta sín. 

Þær bíða ekki eftir að aðrir uppgötvi þær

Konur sem ná árangri í lífinu vita að þær þurfa að sækja það sem þær vilja. Þær bíða ekki eftir því að einhver segir að þær séu góðar í því sem þær gera. Heldur finna staði þar sem þeim er vel tekið.

Þær gera daglega það sem þær dreyma um að gera og ef þær eiga lausa stund þá rækta þær samböndin sín og tengsl sín við annað fólk.

Þær setja ekki fólk undir sig

Konur sem ná árangri kunna að vinna með öðru fólki. Af þeim sökum þá setja þær ekki annað fólk undir sig í lífinu. Þær gefa ekki ráð að óþörfu og dæma ekki aðra þó þær skilji ekki alla í kringum sig. 

Þær mæta yfirmönnum sínum af heiðarleika og virðingu. 

Þær tala ekki illa um samstarfsfólks sitt og níða ekki skóinn af yfirmönnum sínum. 

Þær óttast ekki að mistakast

Konur sem ná árangri vita að það sem sameinar mannfólkið á jörðinni er hið mennska sem býr í okkur öllum. Af þeim sökum þá reyna þær ekki að vera fullkomnar, heldur gera eins vel og þær geta hverju sinni. 

Þegar einhver bendir á mistökin sem þær hafa gert þá taka þær sér tíma til að svara. Ef ófaglega er farið að gagnrýni á þær þá benda þær á það og krefjast virðingar í samskiptum. 

Konur sem ná árangri vita að þær þurfa að biðja um það sem þær vilja og eru óhræddar við að berskjalda sig í þeim efnum. 

Þær ætlast ekki til þess að annað fólk lesi hugsanir þeirra og tala alls ekki undir rós eða óskýrt. Þær gera ekki óraunhæfar kröfur til sín og leyfa þannig ekki öðru fólki að setja sig á stall þar sem þær eru gerðar að guðlegum verum. Þær forðast að vera uppáhald annarra og velja að vera í samskiptum sem eru heilbrigð og á jafnvingja grundvelli. 

Þær velja vini sína vandlega

Konur sem ná árangri vita að þær gera það með því að ástunda ákveðna hegðun daglega. Eitt af því sem þær gera ekki er að umgangast óheilbrigt fólk sem vilja þeim illt. 

þær eru duglegar að færa sig á milli staða og óhræddar við að taka ákvarðanir sem eru í takt við þeirra eigin sannfæringu. 

Þær eru umkringdar fólki sem vill þeim vel og kunna að vera til staðar fyrir aðra á sama hátt. 

Þessar konur eru í allskonar störfum og það er þægilegt að mæta þeim í daglega lífinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál