Elskhugi konunnar kominn aftur inn í myndina

Konan á erfitt með að velja milli eiginmannsins og elskhugans.
Konan á erfitt með að velja milli eiginmannsins og elskhugans. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég hélt að ég væri byrjaður aftur með eiginkonu minni en elskhugi hennar hafði samband og hefur sett strik í reikninginn. Ég og eiginkona mín hættum saman fyrir ári. Við höfum verið í sambandi og hún sagði mér að hún hefði hitt mann á netinu og fallið fyrir honum. Í fyrstu hélt hún að hann væri hlýr og ástríkur en hún kvartaði fyrir því að ég væri kaldur. Svo komst hún að því að hann væri að hitta aðra konu svo hún lauk sambandinu. Við vorum að verða náin aftur og hún hafði meira að segja talað um gista heima hjá mér í framtíðinni. Ég var að vonast til þess að við myndum byrja saman aftur þar sem ég hef aldrei hætt að elska hana en hann byrjaði að senda henni skilaboð aftur og ég finn að hún er að fjarlægjast mig. Það er erfitt og ég er hræddur að missa hana fyrir fullt og allt. Ég er 47 ára og hún er 41 árs,“ skrifaði maður sem vill eiginkonu sína aftur og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun. 

Ráðgjafinn ráðleggur manninum að tala hreint út við konuna. 

„Segðu eiginkonu þinni að það sé greinilega ekki hægt að treysta þessum manni og hann muni gera hana óhamingjusama, en segðu henni að velja. Bjóddu þig fram til að fara í ráðgjöf eða gera hvað sem er til þess að gefa sambandi ykkar annan séns. Ekki leyfa henni að nota þig sem dyramottu og haltu áfram ef hún heldur áfram að stilla þér upp við hliðina á hinum manninum.“

Maðurinn vill byrja aftur með eiginkonu sinni.
Maðurinn vill byrja aftur með eiginkonu sinni. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is