Elva Dögg segir að rútur séu lykilatriði í gæsaveislum

Elva Dögg mannauðssérfræðingur er snillingur í hópefli og einnig gæsun.
Elva Dögg mannauðssérfræðingur er snillingur í hópefli og einnig gæsun.

Elva Dögg Pálsdóttir mannauðssérfræðingur er góð í að skipuleggja veislur. Að margra mati er hún sérfræðingur í gæsun. Eitt er víst að hún veit meira en margir um hvað er viðeigandi að gera þegar á að gleðja gæsina fyrir brúðkaupið og hvað ber að forðast að gera fyrir konur sem vilja halda í sjálfsvirðinguna fyrir brúðkaupið. Hún er með sterkar skoðanir um hvað er gott að gera fyrir gæsina í aðdraganda brúðkaups og hvað ber að forðast. 

„Ég myndi seint kalla mig sérfræðing, en ég er sérleg áhugamanneskja um gæsun, þar sem ég hef séð um þær nokkrar. Vinkonur mínar hafa verið duglegar að gifta sig síðastliðin ár og þá þarf að plana gæsun. Ég hef sjálf reynslu af undirbúningi og stjórnun viðburða og finnst það mjög skemmtilegt, þannig að að plana gæsun varð að áhugamáli. Enda alltaf gaman að útbúa dagskrá með fullt af skemmtilegheitum fyrir vinkonurnar og að sjá það heppnast er enn þá meira gefandi.“

Elva Dögg er einmitt með tvær gæsanir á döfinni í sumar. 

„Þær voru fjórar en tveimur brúðkaupum var frestað til næsta sumars.“

Að sníða gæsunina eftir persónuleika konunnar

Áttu góð ráð þegar kemur að gæsun?

„Já, aðalatriðið er að gera eitthvað sem gæsinni þykir skemmtilegt. Mikilvægt er að kanna hvað hún sér fyrir sér og hvort það er einhver upplifun sem hana langar að gera. Eins er gott að vita hvað hún vill ekki.“

Elva Dögg segir að gæsin eigi alltaf að vera aðalatriðið. 

„Það er mikilvægt að það sem er gert sé eitthvað gaman þar sem gæsin er aðalatriðið. Svo sem þyrluflug, listflug, buggy-ferð svo eitthvað sé nefnt. Gaman er að gera eitthvað sem hún myndi kannski ekki gera sjálf. Eins er áhugavert að atburðurinn sé eitthvað sem fær hópinn til að ná saman og kynnast betur. Því sumir þekkjast minna innbyrðis. Að dansa saman í Kramhúsinu, fara að syngja saman, í sund eða spa er í þessum anda.“

Hún segir búning á gæsina skemmtilegan að finna. Að hafa beri hugfast að búningurinn lýsi henni vel. 

„Við höfum sem dæmi aðlagað búningana að okkar vinkonum eftir þeirra áhugasviði eða minningu sem gaman er að rifja upp. Ein gæsin er sem dæmi algjört hörkutól og hún var í GI Jane-búningi, með byssu og þurfti að gera alls konar þrekæfingar. Önnur var skiptinemi í Guatemala og var alltaf með spænskuna á reiðum höndum og var klædd upp sem senjorita sem vakti mikla lukku. Svo var ein, sem við saumuðum kjól úr gömlum barnafötum á sem sló í gegn, enda er henni annt um umhverfið og þemað í gæsuninni var endurnýting. Við gróðursettum einnig tré til að kolefnisjafna gæsunina sem henni fannst frábært.“

Myndi aldrei setja gæs í sundbol að syngja úti á götu

Elva Dögg segir alltaf gaman að fara með rútu á milli staða, þannig myndist alltaf góð stemning í gæsun. 

„Við höfum alltaf haft trúbador til að trylla um kvöldið — enda allar mjög söngelskar og eigum margar minningar og lög sem við tökum saman. Þá er alltaf gaman að hafa vitneskju um lag brúðhjónanna og koma því inn í og jafnvel láta gæsina syngja til hennar heittelskaða. Það er líka gott til að koma þeim aðeins í gírinn eftir annasaman dag.“

Hvað myndir þú aldrei gera?

„Ég myndi aldrei gera eitthvað þar sem gæsinni myndi líða illa, sem dæmi að setja hana í sundbol og syngja úti á götu, eða í TAN session eins og Ross.“

Elva Dögg segir að hún hafi alltaf haft gaman af mannlegu eðli og fólki yfir höfuð. 

„Fólk og samskipti eru skemmtileg og hef ég fengið að vinna við það sem mér finnst nærandi og áhugavert og það er ég þakklát fyrir. 

Það skiptir svo miklu máli að hafa gaman í lífinu og það á sérstaklega við í gæsun. Að hafa dagskrá og að fá gæsahópinn í planið er alltaf markmiðið og svo jú auðvitað að hylla gæsina. Það er svo gaman að gleðja og fá fólk til að að vera saman í hóp.“

Harpa Samúelsdóttir sem senjorita.
Harpa Samúelsdóttir sem senjorita.
Jenný Maggý Rúriksdóttir í kjól sem ein vinkonan saumaði úr …
Jenný Maggý Rúriksdóttir í kjól sem ein vinkonan saumaði úr gömlum barnafötum.
Lóa Fatumata Touray sem brúðurin í Kill Bill.
Lóa Fatumata Touray sem brúðurin í Kill Bill.
Guðrún Hrönn Logadóttir sem Lara Croft í Tomb Raider.
Guðrún Hrönn Logadóttir sem Lara Croft í Tomb Raider.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál