Stelling fyrir konur sem vilja stjórna

Þessi stelling er fyrir konur sem vilja stjórna.
Þessi stelling er fyrir konur sem vilja stjórna. Ljósmynd/Pexels

Nú þegar sumarið er gengið í garð er tilvalið að skipta út hefðbundnum stellingum í kynlífinu og prófa eitthvað nýtt. Mörg pör eiga það til að koma sér upp ákveðinni rútínu í svefnherberginu með hefðbundnum stellingum en hér er ein lítiðþekkt stelling. 

Stellingin Amazon er fullkomin fyrir þær konur sem vilja stjórna ferðinni og fullkomin stelling fyrir þær sem vilja prófa að færa sig upp á skaftið í svefnherberginu. Stellingin er þó ekki alveg hættulaus, og þarf konan að passa sig að meiða karlinn ekki. 

Til að framkvæma stellinguna legst karlinn á bakið og setur fæturnar upp í loftið og beygir hnén. Konan beygir sig svo í hnébeygju ofan á hann á meðan hann togar fæturnar upp að bringunni.

Það er smá bras að komast í stellinguna, en þegar þið komist upp á lagið með það verður hún vel þess virði. Til að gera hlutina aðeins auðveldara er ekkert mál að gera hana þannig að konan snýr hnakkanum í manninn. 

Amazon-stellingin.
Amazon-stellingin. Skjáskot/Instagram
mbl.is