Gott kynlíf verður ekki til að sjálfu sér

Mayo Clinic er með góðan leiðarvísi að leiðum til að …
Mayo Clinic er með góðan leiðarvísi að leiðum til að upplifa betra kynlíf fyrir konur. mbl.is/Colourbox

Mayo Clinic ein virtasta heilsustofnun í heimi hefur gefið út leiðarvísi að betra og innihaldsríkara kynlífi fyrir konur. Kynlíf skiptir miklu máli þegar kemur að andlegri- og líkamlegri heilsu kvenna að þeirra mati.

Að sjálfsögðu eru fjölmargir þættir sem hafa áhrif á það hvernig konum líður í kynlífinu. Viðhorf kvenna til maka síns, viðhorf kvenna til sín, heilsa, trú og menningarlegt umhverfi eru allt þættir sem skipta máli. 

Leiðarvísir að góðu kynlífi er að mati Mayo Clinic að gera eftirfarandi:

Tala um langanir og þarfir:

  • Þú ættir að viðurkenna hvað þér líkar og hvað þér líkar ekki. Þetta er án efa erfitt fyrir þig, en þú þarft að viðurkenna það fyrir maka þínum. 
  • Þú ættir að æfa þig í að hefja umræðuna um kynlíf. 
  • Þú ættir að takmarka þann tíma sem þú notar í að tala um kynlíf. Fimmtán mínútur í senn er nóg. 
  • Þú ættir að tala reglulega um kynlíf. 
  • Prófaðu að finna bækur og kvikmyndir um heilbrigt kynlíf kvenna og nota það til að skoða með maka þínum.  

Atriði sem gott er að konur ræði:

  • Tími. Ertu að gefa þér nóg tíma fyrir kynlíf? Ef ekki, hvað getur þú gert í því? Hvernig getur þú sett kynlífið ofar í forgang hjá þér? Er eitthvað sem maki þinn þarf að taka ábyrgð á?  
  • Sambandið. Eru samskiptaörðuleikar eða eitthvað annað að koma í veg fyrir að þig langar í kynlíf. Þá ættir þú að ræða það. 
  • Rómantík. Hefur þú og maki þinn sömu hugmynd um hvað er rómantískt? Vantar rómantík í sambandið? Hvernig getur rómantík verið grunnur að kynlífi hjá ykkur?
  • Ánægja. Hvað finnst ykkur gott? Vertu opin fyrir því að hlusta á maka þinn. Finnið út hvernig þið getið mæst á miðri leið og talaðu um hvað þú vilt ekki gera. 
  • Stöðnun. Er kynlífið staðnað? Ef mikið er um endurtekningar að þínu mati og ekkert áhugavert í gangi lengur þá ættir þú að ræða að við maka þinn. 
  • Tilfinningaleg nánd. Kynlíf er meira en bara líkamleg hegðun. Kynlíf felur í sér tilfinningalega nánd. Snerting og nánd, kossar og fleira er eitthvað sem þú ættir að gefa athygli. Fullnæging þarf ekki að vera aðalfókusinn. 
  • Heilsan. Er heilsan að hafa áhrif á kynlífið? Það þarf að ræða eins og allt annað. Sjúkdómar, þyngdartap, þyngdaraukning og fleira. 
  • Viðhorf. Mikilvægt er að ræða viðhorf þegar kemur að kynlífi. Pör geta haft mjög ólíka sýn á kynlíf. Ert þú með sama viðhorf til kynlífs og maki þinn?

Eins er mikilvægt að þú ræðir hversu mikla nánd þú þarft á að halda og hversu oft þú vilt stunda kynlíf. Það getur verið misræmi í löngun og þörfum á þessu sviði. 

Ef fólk nær ekki að upplifa innihaldsríkt og gott kynlíf er það hvatt til að leita sér stuðnings hjá fagfólki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál