24 merki um óheilbrigt samband

Það er ekkert samband fullkomið og margt óheilbrigt getur verið …
Það er ekkert samband fullkomið og margt óheilbrigt getur verið falið undir yfirborðinu. Ljósmynd/Colourbox

Á vef Women´s Health má finna áhugaverða grein um 24 atriði sem gefa vísbendingu um að samband sé óheilbrigt. 

Það er að mati fagfólks alltaf eitthvað sem er ekki í lagi í samböndum og segir Dr. Ginnie Love Thompson að það megi bæta flest sambönd talsvert með faglegri aðstoð. 

Hér er listi yfir 24 atriði sem gera sambönd óheilbrigð:

 • Það á að breyta því hver þú ert. Ef maki þinn er stöðugt að reyna að aðlaga þig að sínum draumórum, þá ættir þú að skoða hvað þar liggur að baki. Þú átt að vera í sundi en ekki í útihlaupi og þar fram eftir götunum. 
 • Það á að breyta því hvernig þú lítur út. Ef maki þinn er stöðugt að finna að útliti þínu þá ættir þú að skoða hvað liggur þar á baki. Þú átt að vera í öðruvísi fatnaði með annan hárlit, minni farða og þar fram eftir götunum.
 • Það á að taka af þér völdin. Í heilbrigðum samböndum þá ráða báðir aðilar til jafns. Hver stjórnar í þínu sambandi? 
 • Það á að líma sig við þig. Ef maki þinn vill ekkert fara án þín þá gæti verið að þú sért í óheilbrigðu sambandi. Þá sér í lagi ef þú getur ekki lengur hitt vinkonur/vini þína eða stundað áhugamálin. 
 • Það er minni áhugi á að taka sig til. Óheilbrigð sambönd eru ekki öðrum aðilanum um að kenna. Vísbending um að þú sért í óheilbrigðu sambandi er ef þú ert hætt/ur að taka þig til eins og þú ert vön/vanur. Báðir aðilar þurfa að hugsa um sig til að viðhalda sambandinu. 
 • Það er verið að bíða eftir því að einhver breytist. Ef annar aðilinn er óheiðarlegur þá þarf hinn aðilinn að hafa þolinmæði fyrir slíku til að sambandið sé í gangi. Ef þú finnur þig í biðstöðu með að maki þinn taki sig á í að hætta að ljúga, er mikil hætta á því að þú sért í óheilbrigðu sambandi. 
 • Það verður minna úr þér. Í heilbrigðum samböndum þá finnur þú virðið þitt aukast. Inn í slíkum samböndum þá fara jákvæðar staðhæfingar fram og til baka og báðir aðilar vaxa og styrkjast. Í óheilbrigðum samböndum, þá er lítið um jákvæð samskipti, svo báðir aðilar verða óöryggir með sig.
 • Það er ekki tekin ábyrgð. Ef maki þinn byrjar að rífast þegar þú biður hann um að taka upp blautt handklæðið eftir sig, þá þarftu að staldra við. Heilbrigðir einstaklingar geta tekið sanngjörnum athugasemdum. Í óheilbrigðum samböndum þá er ástæðan fyrir því að handklæðið er á gólfinu sú að þú særðir aðilann fyrir nokkrum dögum. Þetta þarf að skoða á báða bóga.  Er maki þinn að gera þetta við þig? Ert þú að gera þetta við maka þinn? 
 • Það er verið að loka á þig. Þó þú og maki þinn rífist þá þarf það ekki að vera vísbending um að þú sért í óheilbrigðu sambandi. En það er ekki eðlilegt að eitthvað skelfilegt gerist í rifrildi eða að einhver fari. Ef maki þinn lokar alltaf á þig ef þú ert að reyna að ræða við hann hvernig þér líður, þá þarftu að staldra við. Aðilinn gengur þá í burtu sem er mjög mikil vanræksla í þinn garð. Heilbrigðir einstaklingar eru opnir á að hlusta hvor á annan. Fólk ætti að vilja fjárfesta í hamingju hvort annars. 
 • Það er fólk að hafa áhyggjur af þér. Þegar fjölskylda og vinir eru farnir að hafa áhyggjur af því hvernig maki þinn kemur fram við þig ættir þú að leggja við hlustir. Að sjálfsögðu geta einstaklingar í kringum þig verið að reyna að stjórna á óheilbrigðan hátt, en prófaðu að draga djúpt inn andann og hlusta á það sem sagt er og vega svo og meta hvort það eigi við sambandið. 
 • Það er skortur á trausti inn í sambandinu. Í heilbrigðum samböndum þá verður til traust með tímanum. Þá segja einstaklingar eitthvað og síðan fylgir hegðun sem staðfestir það sem þeir segja. Í óheilbrigðum samböndum þá gera einstaklingar ekki það sem þeir segjast ætla að gera. Eða þá að þeir eru mjög hrifnir af þér eina vikuna og ekki hina. 
 • Það er ekki vellíðan inn í sambandinu. Þegar þú ert í heilbrigðu sambandi þá langar þig að vera með maka þínum. Ekki alltaf, heldur oft. Óheilbrigð sambönd eru andstæðan við það. Þú heldur kannski að þú saknir einstaklingsins, en svo þegar þið hittist þá líður þér ver en þér leið þegar þú varst ein/einn. Aðilinn er þá að setja þig undir sig, mikið í símanum eða andlega fjarverandi. Er kannski æstur í að stunda með þér kynlíf, en verður svo fjarverandi eftir líkamlegu nándina. Þér ætti ekki að líða ver í sambandinu en þér líður ein/einn. 
 • Það er verið að taka frá þér orku. Ef sambandið er þannig að þér líður eins og það sé verið að soga úr þér alla orku, þá ertu í óheilbrigðu sambandi. Þetta orkuleysi verður bæði andlegt og líkamlegt. 
 • Það er verið að gefa þér ráð án þess að þú biður um slíkt. Að sjálfsögðu er gott að sambandið geri gott fyrir báða aðila. Uppbyggileg gagnrýni og að fá heilbrigða speglun í sambandi er jákvætt. En ef maki þinn er stöðugt að gera athugasemdir, svo sem þegar kemur að aukasneið af pítsu, hvernig þú átt að greiða þér og svo framvegis, þá snýst þetta ekki um endurgjöf heldur stjórnsemi. Það þarf að skoða betur. 
 • Þegar þér líður ekki eins og þú sjálf/sjálfur í návist makans. Það á að elska þig fyrir hver þú ert, en ef þú getur ekki verið þú sjálf/sjálfur í návist maka þíns þá getur það orðið áskorun. 
 • Það er ekki verið að draga það besta fram í þér. Besta útgáfan af þér er einstaklingur sem er öruggur/örugg, það er gaman, lífið gerist að sjálfsögðu en þú getur tekist á við það. Ef þig langar ekki til að gera neitt skemmtilegt og þú efast um allt sem maki þinn segir og gerir, þá gætir þú vilja staldra aðeins við. 
 • Það skortir bjartsýni þegar kemur að framtíðinni. Það er eðlilegt að fólk vilji skuldbinda sig inn í framtíðina eftir einhverja mánuði saman. Í óheilbrigðum samböndum verður aldrei þetta tal um skuldbindingu, hjónaband eða sambúð ef því er að skipta. Í raun veistu aldrei hvar þú hefur hinn aðilann, því hann/hún gæti verið heitur/heit einn daginn en kaldur/köld, hinn daginn. 
 • Það er verið að leika sér með þig. Í heilbrigðum samböndum þá er regla og það myndast hefð inn í sambandinu, en í óheilbrigðum samböndum, þá veistu aldrei hvenær þið hittist næst eða hvort þið munuð hittast næst. Það er ekki fyrr en þú missir áhugann sem óheilbrigður einstaklingur verður sjúkur í þig aftur. Það ætti að vera rautt flagg og er gott að skoða með fagfólki. 
 • Það er ekki verið að setja sig inn í líf þitt. Það er ekki eðlilegt að maki þinn viti hvar þú ert öllum stundum, en ef það er alltaf verið að biðja þig um hluti, á tíma þegar eitthvað mikið og stórt er að gerast hjá þér, þá gæti það verið vísbending um að maki þinn hafi ekki áhuga á að setja sig inn í líf þitt. 
 • Það er alltaf verið að kenna öðru fólki um. Ef maki þinn er alltaf að kenna öðrum um hvernig líf hans/hennar er, þá er það skrítið. Hluti af því að vera í heilbrigðu sambandi er að eigna sér ákveðnar tilfinningar og vinna sig í gegnum það. 
 • Það er verið að keppa við þig. Ef maki þinn er í samkeppni við þig ættir þú að skoða það nánar. Heilbrigt fólk sem fer í samband, styður við hvort annað. Ef maki þinn setur sig yfir þig þegar þér gengur vel, eða setur þig undir sig, til að gera lítið úr þér, þá ættir þú að skoða það nánar. 
 • Það er öll vinna við sambandið sett á þig. Það er eðlilegt að ákveðin hlutskipti myndist í sambandinu. Að annar panti alltaf borð á veitingahúsið á meðan hinn aðilinn finnur góðan tíma sem þið gætuð farið á stefnumót. Það eru þá báðir aðilar að leggja jafnt inn í sambandið. 
 • Þú finnur þig í þeirri aðstöðu að vera afsaka sambandið. Ef þú ert stöðugt að afsaka hegðun, afskiptaleysi eða fjarveru maka þíns þá er það óheilbrigt. Það ganga allir í gegnum erfiðar vikur og geta verið þá minna til staðar, en það á ekki að vara í einhverja mánuði eða ár ef því er að skipta. 
 • Það er verið að meiða þig í sambandinu. Það er munur á milli óheilbrigði í sambandi og sambandi þar sem ofbeldi á stað. Ef aðilinn sem þú ert að hitta, er að reyna að meiða þig og þér líður eins og þú sért föst/fastur í sambandinu, þá ættir þú að skoða það með fagaðila. Dæmi um setningar þar sem fólk sem beitir ofbeldi gætu verið: Hver ætti að vilja vera með þér? Þú færð engan betri en mig. Framhjáhald og líkamlegt ofbeldi eru einnig atriði sem meiða mikið.  
mbl.is