Fyrnast 25 ára gamlar skuldir?

Ljósmynd/ Nathan Anderson/Unsplash

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA svara spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu varðandi erfðamál og gamlar skuldir. 

Góðan daginn

Ef Jón ákvað að greiða skuldir sonar síns Stefáns við andlát Stefáns fyrir 25 árum og Herdís, systir Stefáns, vill að sú upphæð verði dregin frá arfi Ólafar, dóttur Stefáns við andlát Jóns, hvað þarf Herdís að hafa í höndunum? Er nóg að hafa 25 ára kvittanir þess efnis að Jón hafi greitt þessar skuldir, eða þarf einhvers konar yfirlýsingu frá Jóni um að greiðsla þessarar skuldar eigi að jafngilda fyrirframgreiddum arfi til Ólafar? (Ath. nöfnin eru skáldskapur).

Kær kveðja, Guðmundur

Sævar Þór Jónsson rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.
Sævar Þór Jónsson rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.

Sæll Guðmundur.

Erfðalögin gera ráð fyrir því að gengið sé frá fyrirframgreiddum arfi, s.s. skráningu og erfðafjárskatti, á sama tíma og hann er greiddur út. Erfingjar geta síðar komið sér saman um að tiltekin eignatilfærsla skuli teljast fyrirframgreiddur arfur en komi til ágreinings þeirra á milli er hægt að bera hann undir dómstóla. Dómstólar hafa í slíkum málum einkum litið til vilja arfláta í þeim efnum en oft getur verið vandkvæðum bundið að færa fram sönnur um hver sá vilji hafi verið. Í því dæmi sem fyrirspurn þín lýtur að þarf að hafa í huga að langur tími er liðinn frá því að umrædd ráðstöfun átti sér stað eða 25 ár. Í því samhengi er rétt að benda á að almenn fyrning kröfuréttinda er 4 ár. Mögulegar kröfur sem dánarbúið kynni að eiga á hendur Stefáni kunna því að vera fyrndar.

Kær kveðja, 

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari spurningu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda