„Kærastinn vill að ég sofi hjá öðrum“

Kærastinn vill að hún sofi hjá öðrum.
Kærastinn vill að hún sofi hjá öðrum. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Kærasti konu biður hana oft í hitaleiksins um að stunda kynlíf með öðrum karlmönnum. Þetta veldur konunni miklu hugarangri og veit hún ekki hvort hann meinar það eða ekki. Konan leitar á náðir ráðgjafa The Guardian

„Við kærastinn minn erum búin að vera saman í nokkur ár. Frekar nýlega, þegar við stundum kynlíf, biður hann mig um að tala um að ég sé að stunda kynlíf með „meira aðlaðandi karlmönnum“ en hann, og á sama tíma segir hann mér að hann langi til að horfa á mig stunda kynlíf með öðrum. Hann segir að það veiti honum öryggi að líða eins og hann sé minnimáttar og að ég sé við stjórnvölinn. Ég skil ekki hvernig honum ætti að líða öruggum ef ég héldi fram hjá honum. Mig langar ekki í neinn annan og það myndi brjóta hjarta mitt ef hann langar í einhverja aðra. Vill hann þetta raunverulega eða er þetta bara fantasía?“

Pamela Stephenson Connolly veltir fyrir sér möguleikum konunnar. 

„Þetta er að öllum líkindum bara fantasía, sérstaklega ef hann talar bara um þetta í hita leiksins. Ef hann fer að ræða þetta á öðrum tímum, þar sem hann er ekki graður, þá gætir þú tekið þessa bón hans alvarlega. Ég myndi ekki taka þetta mjög alvarlega, flestar fantasíur eru hlutir sem fólk myndi aldrei gera í raunveruleikanum. 

Hann virðist hvort sem er örvast minna yfir hugmyndinni af þér með öðrum körlum heldur en yfir því þegar þú tekur stjórnina. Það er ýmislegt annað sem þú getur gert annað en að sofa hjá öðrum karlmanni. Það kveikir augljóslega í honum að tala um ýmislegt kynferðislegt á meðan þið stundið kynlíf. Ef þú treystir þér í það þá gætir þú tekið þátt í samtalinu. Að samþykkja erótískar fantasíur og taka þátt í þeim getur oft leitt af sér enn meiri unað. 

Ef hann heldur áfram að tala um að gera þessa fantasíur að raunveruleika þá verður þú að setja sjálfri þér mörk strax. Að gera fantasíu að raunveruleika og bjóða annarri manneskju með ykkur í bólið getur eyðilagt samband ykkar, nema ef þið farið mjög varlega að því,“ segir Stephenson Connolly.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál