Getur ekki hætt að hugsa um aðra karlmenn

Karlmaðurinn getur ekki losað sig við hugsanir um aðra karlmenn.
Karlmaðurinn getur ekki losað sig við hugsanir um aðra karlmenn. Ljósmynd/Pexels

Samkynhneigður karlmaður í ástarsambandi á erfitt með að stunda kynlíf með maka sínum því hann getur ekki hætt að hugsa um aðra karlmenn. Hann langar til að prófa að stunda mök með fleirum en er ekki viss hvaða áhrif það hefði á maka hans. Hann leitar hjálpar hjá Pamelu Stephenson Connelly, ráðgjafa The Guardian

„Ég er samkynhneigður karlmaður og hef verið í sambandi í nokkur ár með maka mínum, en við eigum í vandræðum í svefnherberginu af því ég þrái hann ekki kynferðislega. Ég reyni að fullnægja honum reglulega, en mig dagdreymir reglulega um að stunda kynlíf með öðrum karlmönnum eða um maka minn að stunda kynlíf með öðrum mönnum. Ég elska maka minn með öllu mínu hjarta, hann er mjög aðlaðandi, góður og skilningsríkur. En ég hef komista ð því að um leið og ég er farinn að þekkja einhvern vel, þá missi ég kynferðislega löngun. Um leið og ég er búinn að „klára leikinn“, langar mig að halda áfram. 

Það skapar togstreitu í sambandinu okkar, því honum líður eins og girnist hann ekki, sem að flestu leyti er ekki satt. Ég er hræddur um að þessi vandræði mín tengist því þegar ég var að alast upp og þurfti að sætta mig við að ég væri samkynhneigður, sem er eitthvað sem ég er löngu kominn yfir. Kannski finnst mér bara gott að vera kokkálaður. Getur þú hjálpað mér að taka ást mína á maka mínum gilda og gefa honum umhyggjuna sem hann á skilið?“

Stephenson Connolly svarar:

„Það er ekki óvanalegt að eiga kraftmikla dagdrauma sem virðast ógna sambandinu þínu. Þeir eru mjög forboðnir í eðli sínu sem gerir þá enn meira spennandi. En dagdraumarnir þínir eru þínir eigin. Þú ræður hvenær þú sleppir þeim lausum og hvenær þú leggur þá til hliðar. Þú getur valið hvort þú viljir deila þeim með annarri manneskju eða halda þeim fyrir þig. Þú virðist efast um það að þú hafir ekki stjórn á þínum eigin fantasíum, en þú stjórnar þeim. Þú getur ákveðið að láta drauma þína rætast og mögulega eyðilagt sambandið í kjölfarið, eða þú getur slakað á og leyft dagdraumunum að spilast í höfðinu á þér í friði. Þú getur jafnvel nýtt þessar fantasíur til að bæta kynlífið með maka þínum. Þitt val.“

Ljósmynd/Christian Buehner
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál