Það sem ekki má á fyrsta stefnumóti

Það þarf að huga að ýmsu á stefnumótum.
Það þarf að huga að ýmsu á stefnumótum. Ljósmynd / Getty Images

Fyrsta stefnumótið getur tekið á taugarnar. Margir eru eflaust komnir úr æfingu um hvernig á að hitta mann og annan eftir margra vikna COVID-pásu. Hér eru nokkur góð ráð sem hafa má í huga.

  • Ekki tala of mikið. Reyndu frekar að hlusta meira til þess að kynnast aðilanum.
  • Ekki tala um fyrrverandi kærasta/kærustur. Ef þú skyldir verða spurð um fyrri sambönd mundu þá eftir tíu sekúndna reglunni. Ef þú talar um fyrra samband í meira en tíu sekúndur þá virðist sem þú sért enn að jafna þig á því sambandi. Ef þú talar skemur en tíu sekúndur þá er líkt og þú sért að forðast umræðuefnið. Vertu því hreinskilin en fáorð um fyrri sambönd.
  • Ekki vera of alvarleg. Ef þú vilt annað stefnumót þá skaltu halda umræðuefnum á léttari nótum. Ekki fara í alvarlegar umræður um stjórnmál eða trúarbrögð og ekki ræða um framtíð sambandsins.
  • Ekki deila of miklu. Varastu að láta of mikið uppi og ekki nota stefnumótið sem sálfræðitíma. Ef þú þarft að pústa um eitthvað, hringdu þá í vin.
  • Ekki vera dónaleg/ur við starfsfólkið. Það hvernig maður kemur fram við aðra segir mikið um manns innri mann. Það eyðileggur líka andartakið.
  • Ekki kíkja í símann. Reyndu að forðast eftir bestu getu að kíkja í símann. Það gefur til kynna að þú sért annars hugar, áhugalaus eða með athyglisbrest. Ekki einu sinni hafa símann uppi við. Feldu hann.
  • Ekki blóta. Það getur virkað stuðandi á fólk að hlusta á endalaus blótsyrði. Reyndu að tala fallega.
  • Ekki gefa heilræði. Það er allt of algengt að fólk gefi hvert öðru ráð um hvernig það eigi að haga lífi sínu eða frama. Ekki gera það á stefnumóti. 
mbl.is