Elskar að búa ekki með eiginmanninum

Ellie Goulding þarf ekki að vera límd við eiginmanninn allan …
Ellie Goulding þarf ekki að vera límd við eiginmanninn allan sólarhringinn. AFP

Tónlistarkonan Ellie Goulding og eiginmaður hennar Caspar Jopling búa ekki saman um þessar mundir. Fyrir mörg pör gæti það þýtt að brestir séu í sambandinu en Goulding segir að sambandið gæti ekki verið betra. 

Goulding og Jopling hafa búið saman síðustu mánuði í Oxford í útgöngubanninu í Bretlandi. Nú er Goulding hinsvegar flutt aftur til London til að gefa út plötu. Jopling er enn í Oxford. 

Að spurð hvort henni þætti erfitt að vera frá eiginmanni sínum eftir margra mánaða samvistir í útgöngubanninu sagði hún „Nei, ég elska það. Ég elska eiginmann minn en ég elska líka sjálfa mig.“

„Ég get lesið bók, farið út að hlaupa og borðað ósnyrtilega,“ sagði Goulding og bætti við að það væri frábært að eiga maka sem hún þyrfti ekki að vera með allan sólarhringinn. 

Parið kynntist í gegnum sameiginlega vinkonu sína, Beatrice prinsessu, og trúlofuðu sig eftir 18 mánaða samband. Þau gengu í það heilaga í York í ágúst árið 2019.

Á brúðkaupsdaginn í ágúst 2019.
Á brúðkaupsdaginn í ágúst 2019. Skjáskot/Insatgram
mbl.is