Þarf ættingi að greiða skatt af íbúðarsölunni?

Sævar Þór Jónsson lögmaður svarar spurningum lesenda.
Sævar Þór Jónsson lögmaður svarar spurningum lesenda.

Sæv­ar Þór Jóns­son lögmaður/​MBA svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá manneskju sem er að selja íbúðina sína:

Sæll Sævar,

Ég keypti íbúð fyrir meira en 10 árum. Við kaupin yfirtók ég lán sem var á íbúðinni. Til að uppfylla skilyrði lánastofnunar var nákominn ættingi skráður fyrir 1% af eigninni. Sá lagði ekkert fjármagn til kaupanna og hefur aldrei tekið þátt í rekstrinum en eignin hefur alltaf komið fram á skattskýrslu hans, 1%.

Núna er ég að selja íbúðina. Þá vaknar sú spurning hvernig þetta snýr að ættingjanum skattalega séð. Þarf hann að borga skatt eða önnur gjöld af þessari sölu?

Kveðja, x

Sæll,

Í 17. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003 er fjallað um söluhagnað af íbúðarhúsnæði. Segir þar m.a. að ef seljandi hefur átt íbúðarhúsnæði í tvö ár er söluhagnaður af því skattfrjáls að því gefnu að heildarrúmmál eignarinnar á söludegi er ekki meira en 600 rúmmetrar hjá einstaklingi eða 1.200 rúmmetrar hjá hjónum. Hafi eigandi hins vegar ekki átt íbúðina í tvö ár er söluhagnaðurinn skattskyldur. Ef hann hefur þó keypt eða hafið byggingu íbúðarhúsnæðis á árinu getur hann óskað eftir að söluhagnaðurinn verði færður til lækkunar á stofnverði (kostnaðarverð) þess.

Kær kveðja, 

Sæv­ar Þór Jóns­son, lögmaður, lrl, MBA

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Sæv­ari Þór spurn­ingu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál