Hvað er til ráða í svona erfðamálum?

Ljósmynd/Derek Owens/Unsplash

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá X sem spyr út í erfðamál. 

Sæll Sævar  

Þú varst að fjalla um erfðamál og að fyrrverandi maki (A) myndi fá arf frá fyrrvernadi maka (B) ef sameiginlegt barn (C) þeirra væri fallið frá. Hvernig myndi þetta líta út ef sameiginlegt barn (C) hefði verið algjörlega eignalaust og skuldað opinbergjöld og sektargreiðlslur fyrir afbrot o fl.

Dánarbú (C- barns)  hefði farið í opinber skipti og  verið úrskurðað eignalaust og foreldara ekki viljað greiða skuldir búsins þ.e. skuldafrágöngubú.

Nokkrum árum seinna deyr annað foreldrið og dánarbú (barns-C) tæmist arfur, segjum 5 miljónir.

Myndi þá dánarbú (C) vera opnað aftur? Myndi fyrrverandi maki fá arfinn í gegnu barnið (C)? Ef barnið (C) á syskini myndu þau þá efra þennan hluta? Hvernig gæti þetta farið?

Kveðja,
X

Sævar Þór Jónsson rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.
Sævar Þór Jónsson rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.

Sæl/l X

Þegar sú staða kemur upp undir opinberum skiptum á dánarbúi, þar sem erfingjar ábyrgjast ekki skuldbindingar þess, að ljóst verður að andvirði eigna búsins mun ekki nægja til að efna kröfur á hendur því þá verður skiptastjóri að tilkynna héraðsdómi um það skriflega og frá þeim tímapunkti fara með búið og ljúka skiptum eftir ákvæðum laga um gjaldþrotaskipti, eins og um þrotabú væri að ræða. Falli annað foreldrið síðar frá, er ekki um það að ræða að bú barnsins C taki arf. Niðjar taka eingöngu arf séu þeir á líf annars tekur maki allan arf og ef maka er ekki til að dreifa þá foreldrar, skv. 3. gr. erfðalaga nr. 8/1962.

Kær kveðja, 

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari spurningu . 

mbl.is