Tíu þrautseigar mýtur um kynlíf

Það eru til margar þrautseigar mýtur um kynlíf.
Það eru til margar þrautseigar mýtur um kynlíf. mbl.is/Thinkstockphotos

Í bókinni Great Sexpectations eftir Gemmu Cribb og James Findlay er hulunni svipt af því sem raunverulega gerist á bak við luktar dyr svefnherbergisins. Höfundar segja að kynlíf og góð sambönd séu mikilvægir þættir í heilbrigðu lífi en að upplýsingar séu af skornum skammti og oft á tíðum ófullnægjandi. Í bókinni er sagt frá mýtum sem ekki eiga við rök að styðjast í raunveruleikanum.

1. Kynlíf á að vera „spontant“ 

Margir virðast halda að kynlíf eigi að vera hvatvíslegt og án fyrirvara. Þá mynd fáum við úr sjónvarpi og bíómyndum þar sem allt í einu grípur fólk óstjórnleg löngun í hvort annað. En fyrir flesta er lífið ekki þannig. Flestir í langtímasamböndum þurfa að skipuleggja tíma fyrir kynlíf. Þó að það virki ekki jafn spennandi er fólk samt sem áður að tryggja að það gefi sér tíma fyrir hvort annað að tengjast og halda ákveðinni nánd í sambandinu.

2. Þú átt að vera æstur áður en þú stundar kynlíf

Stundum getur löngunin komið eftir að leikar hefjast. Þetta á bæði við um konur og karla. Þá getur ástæða kynlífsiðkunar verið önnur en hrein og tær löngun. Sumir kjósa að stunda kynlíf til þess að upplifa til dæmis nánd eða streitulosun. 

3. Karlar hafa sterkari kynhvöt en konur

Rannsóknir sýna að munurinn á kynhvöt kynjanna er ekki jafnmikill og áður var talið. Þá hafa þættir á borð við streitu, þunglyndi og hamingju í samböndum jafnmikil áhrif á kynhvöt kynjanna.

4. Bara konur gera sér upp fullnægingar

Sumum karlmönnum er svo í mun að konan fái fullnægingu að þeir „halda í sér“ til að ná settu marki. Eins vilja konur þóknast manninum og gera sér upp fullnægingu til þess að særa ekki hinn aðilann. Nýleg könnun leiddi í ljós að um 48% kvenna og 11% karla gerðu sér upp fullnægingar til þess að þóknast makanum. Þá hvetja kynlífsfræðingarnir alla til þess að spyrja sig hvort það að fá fullnægingu sé endilega aðalmarkmið ánægjulegs kynlífs.

5. Ástríðan í samböndum dalar með tímanum

Algengt er að fólk trúi því að ástríðan dali með tímanum. Rannsókn hefur hins vegar leitt í ljós að að minnsta kosti 40% þátttakenda sem giftir voru í tíu ár eða lengur væru enn mjög ástfangnir. Eins sýndu heilarit að dópamínsvæði heilans lýstust upp þegar þátttakendur horfðu á myndir af mökunum sínum.

6. Allar fullnægingar eru eins

Margir vita ekki að karlar geta fengið fullnægingu án sáðláts. Þá geta þeir einnig fengið sáðlát án fullnægingar. Þá fá konur líka alls konar fullnægingar ýmist í gegnum snípinn eða frá G-punktinum. 

7. Kynlífið verður betra ef maður horfir á klám

Klám getur dregið úr ánægju kynlífs. Fólk verður meðvitaðra um hvernig það lítur út og uppfullt af komplexum. Þá hafa rannsóknir sýnt að fólk sem horfir á klám á það til að verða fyrir vonbrigðum með maka sinn.

8. Það þarf ekki að tala um kynlífið

Ekki gera ráð fyrir að þú vitir allt um makann þó að þið hafið stundað kynlíf saman í fjölmörg ár. Engir tveir líkamar eru eins og engir tveir vilja það sama. Flestir flaska á því að spyrja réttu spurninganna. Að biðja um það sem maður vill og ræða málin getur leitt til góðra stunda í rúminu. 

9. Sjálfsfróun er skammarleg

Sjálfsfróun er allt annað en skammarleg. Hún er tæki til þess að læra inn á líkamann og gefur okkur tækifæri til þess að sjá hvernig við bregðumst við örvun á mismunandi hátt.

10. Kynlífsdraumarnir eru óeðlilegir

Margir láta sig dreyma um eitthvað sem þeir hafa ekki í hyggju að gerist í raunveruleikanum. Það er allt í lagi. Fantasíur leyfa okkur að kynnast okkur sjálfum betur án þess þó að þær þýði eitthvað afgerandi. Alveg sama hversu skrítnir draumarnir kunna að vera þarf bara stutt „gúgl“ til þess að komast að því að einhver annar hefur átt svipaða drauma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál