Sjálfsfróun konunnar hefur slæm áhrif

Eiginmaður skilur ekki af hverju kona hans kýs að stunda …
Eiginmaður skilur ekki af hverju kona hans kýs að stunda kynlíf ein. Thinkstock / Getty Images

„Eiginkona mín elskar mig og hún hefur fengið raðfullnægingar þegar við erum saman en stundum langar hana að stunda kynlíf ein. Ég er 65 ára og hún sextug, við höfum verið gift í 40 ár svo ég veit hvað hún vill. Á daginn fer hún inn í svefnherbergi og læsir hurðinni. Það er bara ein ástæða fyrir því að hún gerir það (þrátt fyrir að ég reyni aldrei að fara inn). Á kvöldin eftir að hún hefur gert þetta vill hún láta halda utan um sig en hefur engan áhuga á kynlífi. Hún virðist fullnægð svo það er bara góða nótt fyrir mig. Hún neitar því sem á sér stað og ég efast um að hún vilji hætta að stunda kynlíf. En myndir þú vilja aðra máltíð ef þú ert þegar södd? Hvað á ég að gera í þessu,“ skrifar óöruggur eiginmaður og leitar ráða hjá Pamelu Stephenson Connolly, ráðgjafa á vef The Guardian. 

Ráðgjafinn bendir eiginmanninum á að sjálfsfróun komi ekki í veg fyrir að fólk vilji stunda kynlíf með maka. Ráðgjafinn bendir að margar tilfinningar fylgi því að stunda kynlíf með maka. Konur geta fundið bæði fyrir jákvæðum og neikvæðum tilfinningum. 

„Þegar þú stundar kynlíf með maka verður þú að semja um tíma og stað og leggja til hliðar hin venjulegu samskipti við hann eða hana. Allt þetta hefur áhrif á upplifunina af kynlífinu. Sjálfsfróun hins vegar snýst um hreinan unað er oftast án tilfinninga. Það er yfirleitt ástæðan fyrir því að fólk í samböndum heldur áfram að stunda slíkt í einrúmi jafnvel þótt fólk sé mjög ánægt í kynlífi með maka. Þú ert mjög skilningsríkur með því að leyfa henni að vera í friði. Haltu svona áfram og ekki taka þessu á annan hátt en að hún sé bara að eiga góða stund með sjálfri sér.“

Konan fer ein inn í herbergi og læsir að sér.
Konan fer ein inn í herbergi og læsir að sér. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is