Versta gjöfin sem Vilhjálmur gaf Katrínu

Vilhjálmur sló feilnótu þegar hann gaf Katrínu kíki að gjöf.
Vilhjálmur sló feilnótu þegar hann gaf Katrínu kíki að gjöf. AFP

Eins og allir vita eru góðar gjafir lykillinn að góðu sambandi. Slæmu og órómantísku gjafirnar geta hins vegar verið efni í skemmtilega sögu eftir á, þótt þær hafi ekki slegið í gegn á sínum tíma. 

Vilhjálmur Bretaprins rifjaði upp á dögunum verstu gjöfina sem hann gaf eiginkonu sinni, Katrínu hertogaynju, eitt sinn. Gjöfina gaf hann henni snemma í sambandi þeirra eða þegar þau voru bæði í St. Andrews-háskólanum árið 2003. 

„Ég gaf konunni minni kíki eitt sinn. Hún hefur aldrei leyft mér að gleyma því,“ sagði prinsinn í útvarpsþættinum That Peter Crouch á BBC Radio 5. 

„Ég pakkaði honum inn. Hann var rosalega fínn. Ég var að reyna að sannfæra sjálfan mig um það. Ég sagði „En þessi kíkir er mjög flottur, sjáðu hvað þú getur séð langt.“,“ sagði Vilhjálmur.

Svo virðist sem Katrín hafi ekki verið jafn hrifin af kíkinum og Vilhjálmur. 

„Hún horfði á mig og sagði „Þetta er kíkir, hvað er eiginlega í gangi?“. Þetta gekk ekki vel fyrir sig. Satt best að segja hef ég ekki hugmynd um af hverju ég keypti kíki handa henni,“ sagði Vilhjálmur.

Þessi skemmtilega gjöf Vilhjálms gerði þó ekki út um sambandið og eru þau gift í dag og eiga þrjú börn saman. 

Vilhjálmur Bretaprins er orðinn betri í að gefa Katrínu gjafir.
Vilhjálmur Bretaprins er orðinn betri í að gefa Katrínu gjafir. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál