Þarf að borga skatt af arfinum frá ömmu í Ameríku?

Ljósmynd/SK

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manneskju sem spyr út í arf og skattgreiðslu? 

Hæ,

ég var að fá arf greiddan frá ömmu minni frá Bandaríkjunum. Þarf ég að greiða skatt af honum hérna á Íslandi?

Kveðja, JH

Sævar Þór Jónsson lögmaður rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.
Sævar Þór Jónsson lögmaður rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.

Sæl JH. 

Samkvæmt lögum um erfðafjárskatt greiða erfingjar við skipti á dánarbúi manns, sem fara fram hér á landi, 10% erfðafjárskatt af öllum fjárverðmætum og eignum sem falla til erfingja. Á hinn bóginn ef ljóst þykir að erfðafjárskattur hafi verið greiddur í Bandaríkjunum samkvæmt löggjöf þar í landi, leiðir af lögum um tekjuskatt, að eignaauki vegna arftöku telst ekki til skattskyldra tekna og er þarf af leiðandi skattfrjáls. Hvort tilgreindur arfur sem féll í þinn hlut verði skattlagður hér á landi veltur því á því hvort erfðafjárskattur hafi verið greiddur í Bandaríkjunum eftir lögum þess ríkis.

Kveðja, 

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari Þór spurningu HÉR. 

mbl.is