Kærastinn fær ekki fullnægingu

Er það slæmt ef karlinn fær ekki fullnægingu?
Er það slæmt ef karlinn fær ekki fullnægingu? Ljósmynd/Unsplash

„Við erum 25 ára par og höfum verið saman í sex mánuði. Við þurftum að þola mikinn aðskilnað í samkomubanninu vegna kórónuveirunnar og ég gat ekki beðið eftir að stökkva á hann. Kynlífið er frábært fyrir mig og hann er duglegur í forleiknum. Vandamálið er að hann virðist aldrei fá fullnægingu. Hann æsist en nær ekki að klára. Er þetta mér að kenna?“ spyr ung kona ráðgjafa á vef The Sun.

Ráðgjafinn hvetur hana til þess að halda áfram að hrósa kærastanum fyrir frábæra bólfimi. Það er mikilvægt að stappa í fólk stálinu, mögulega er hann að halda aftur af sér tilfinningalega og óttast að upplifa höfnun. Þá gæti of mikið klámhorf haft áhrif á frammistöðu fólks í rúminu. Þetta eru algengustu ástæðurnar fyrir að karlmenn undir fimmtugt geti ekki fengið fullnægingu.

mbl.is