10 lífsreglur Pat Allen

Dr Pat Allen er skemmtileg kona sem hefur skrifað fjölmargar …
Dr Pat Allen er skemmtileg kona sem hefur skrifað fjölmargar bækur og er vel menntuð í sínu fagi. mbl.is/Pat Allen

Dr. Pat Allen er bandarískur sálfræðingur sem hefur starfað við hjónaráðgjöf í tæplega fimm áratugi. Hún þykir beinskeytt og skemmtileg. Hún er þekkt fyrir að aðstoða illa áttuðum- inn á veg ástarinnar. 

Allen segir ástæðuna fyrir því að hún fór að starfa með pörum vera sú að hún var sjálf nærri handtekin fyrir að beita fyrsta eiginmann sinn ofbeldi.

Þau skildu að skiptum en á þessum tíma þá lofaði hún því að ef hún myndi ná stjórn á sínum málum þá myndu hún eyða það sem eftir er lífsins í að aðstoða annað fólk í að gera hið sama. 

Hún menntaði sig vel í faginu og hefur hagað sér frá því á þessum tíma. 

Hér eru ráð í hennar anda:

Ekki drekka áfengi ef þú missir stjórn á þér

Allen byrjaði að drekka áfengi óhóflega á sjöunda áratugnum þegar hún flutti til Kaliforníu með fyrsta eiginmanni sínum. Hún rankaði við sér á spítala eftir slæman drykkjutúr, þar sem hún hafði reynt að ganga í skrokk á manninum sínum. Hún komst hjá handtöku fyrir atvikið og gerði samning um að taka á sínum málum. Hún hefur ekki drukkið dropa af áfengi síðan þá og hefur staðið við samninginn um að gefa bata sinn áfram til þeirra sem eru fúsir í bata. 

Ekki borða sykur ef þú missir stjórn á þér

Allen fer varla í fjölmiðlaviðtal án þess að bjóðast til að sýna spyrlinum ljósmynd af sér þegar hún var nærri 100 kg sjálf. Hún segir að hún hafi notað sykur og mat á sama hátt og áfengi. Að það hafi nærri drepið hana þegar hún var rétt rúmlega þrítug. Allen fékk lausn frá sínum vanda í 12 spora samtökum, en hefur einnig notið stuðnings hjá næringarfræðingum og fleirum. Hún heldur sig frá sykri, brauði og kartöflum svo eitthvað sé nefnt og segist vigta og mæla matinn sinn daglega.  

Kynlíf er ekki merki um ást

Allen fer af kostum þegar hún talar um kynlíf. Hún byggir skoðanir sínar á rannsóknum sem hún gerði á sínum tíma og segir að karlmenn tjái ást sína með vilja sínum til að skuldbindast. Það sama má segja um konur. 

Hún hefur margsinnis sagt að oxytocin, bindihormónið í sæði karla, sé hugbreytandi fyrir margar konur og karla og þess vegna sjái sumar konur þá menn sem þær hafa sofið hjá sem efni.

Hún segir refsinguna fyrir að sofa hjá fyrst og síðan fara í samband vera þá að konur verði ekki jafn góðar að semja um sambandið og sumar enda með körlum með Pétur Pan heilkennið sem nota þær fyrir kynlíf og vilja í raun ekkert með þær hafa. 

Vertu með makanum ef hann er meira en 50% í lagi

Allen er á því að öll sambönd geti verið erfið og að fólk ætti að hugsa sig vel um áður en það biður um skilnað. Hún segir að vanalega þurfi fólk að herða sig aðeins þegar kemur að samningum sín á milli. Hún er sérfræðingur í samræðutækni, þar sem farið er beint í málefnið og ekki eru haldnir fyrirlestrar eða talað undir rós.  

Hún segir að þessi hugsun eigi ekki við um sambönd þar sem ofbeldi eigi sér stað. Í þannig aðstæðum ætti fólk að finna sér lögmann eða að hringja á lögregluna. 

Það er von fyrir alla

Allen er ein af þeim sem tekur fólk í vandlega rannsókn áður en hún byrjar að vinna með þeim. Þeir sem eru alvarlega veikir eða eru með stjórnleysi á einhverju sviði þurfa vanalega að ná tökum á því áður en þeir setjast niður með henni. Hún er ekki læknir eða geðlæknir og vil ekki taka að sér þeirra störf. 

Hún bendir fólk á tólf spora samtök og að vinna með sérfræðingum áður en hún aðstoðar fólk með samtöl og samninga. 

Þú ert að velja þér lífið sem þú lifir

Allen er á því að fólk fari meðvitað eða ómeðvitað í erfið sambönd. Hún segir ástæðuna fyrir því vera þá að fólk hafi upplifað áföll, vanrækslu eða ofbeldi í æsku og sé að endurupplifa það í samböndum sínum þegar það verður fullorðið fólk. 

Af þessum sökum ættu allir að skoða fortíðina sína sem eiga erfitt með samskipti. Það sé til þess að losa um áfallastreituröskun, kvíða og aðra vanlíðan. Hún segir að allir sem eru hamingjusamir í lífinu, velji sér maka sem er á sama stað og þeir. 

Fyrirlestrar ganga ekki í samböndum

Allen bendir á að það er alls ekki í lagi að vera með fyrirlestra inn í samböndum. Hún flokkar það að halda fyrirlestra yfir maka sinn sem „misnotkun með orðum“ (e conversational rape) og bendir fólki frekar á að nota fjórar setningar til að biðja um það sem það langar í eða til að stoppa það sem það vill ekki. 

Komið almennilega fram við börnin ykkar

Allen er á því að foreldrar séu ekki nægilega meðvitaðir um rannsóknir sem hafa verið gerðar á mikilvægum tengsla barna við foreldra sína. Hún leggur áherslu á að samband móður og sonar sé mikilvægt og að sama skapi sé samband dóttur og föður mikilvægt. 

Hún segir að ef foreldrar séu fjarlægir, þá myndist hungur hjá fólki í samböndum í framtíðinni. Að allt stjórnleysi á fullorðinsárum megi rekja til fyrstu ára barnsins. 

Það eru til náttúrulega leiðir til að komast yfir áföll

Allen er dugleg að benda á að samtöl, REM svefn og fleira séu náttúrulegar leiðir til að komast yfir áföll og erfiðleika í lífinu. Hún segir að ef sem dæmi fólk taki mikið af svefnlyfjum þá geti það haft áhrif á úrvinnslu verkefna dagsins um nóttina. 

Allen á þannig lífshlaup sjálf að hún gefur öllum von um að þeir geti náð tökum í lífinu. Hún var í betra formi á áttræðisaldri sem dæmi en hún var þegar hún var þrítug. 

Skoðaðu hugsanir þínar, orð þín og hegðun

Allen segir að fólk þurfi að vera meðvitað um hvað það hugsar um. Því hún segir að hugsanir verða að orðum fólks. Hún segir að orð fólks ákvarði svo hvað fólk gerir í lífinu. Jafnframt leggur hún áherslu á að það sem fólk gerir daglega verður að ávana fólks. Hún segir ávana fólks ákvarða mikið um persónuleika fólks. Síðan segir hún að persónuleiki fólks ákvarði mikið um örlög fólks í lífinu. 

Getting To I Do

Staying Married and Loving It

It´s a Mans World and a Womens Universe

mbl.is