Kærastan er með of mikla kynhvöt

Kærasta mannsins er með mikla kynhvöt.
Kærasta mannsins er með mikla kynhvöt. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég er 52 ára gamall maður og flutti inn með nýlegri kærustu (53 ára konu) á þessu ári, fyrir samkomubann. Við njótum þess að stunda kynlíf þrisvar í viku. Henni finnst það ekki nóg og er skapill og reið ef henni líður eins og löngunum hennar sé ekki mætt eða teknar alvarlega. Reiði hennar hefur breyst í árásargirni sem mér finnst ekki í lagi. Þetta hefur sett mikið álag á samband okkar. Án hennar vitundar tek ég stundum stinningarlyf til þess að halda í við hana. Ég elska þessa konu og nýt þess að vera náinn henni en ég er farinn að hræðast framtíð okkar. Öll ráð vel þegin,“ skrifaði maður um vanda í sambúðinni og leitaði ráða hjá Pamelu Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian. 

Ráðgjafinn bendir manninum á að limur hans sé ekki aðeins tengdur kynferðislegum löngunum hans heldur einnig tilfinningum á borð við hræðslu. Ráðgjafinn telur að limurinn sýni ekki samstarfsvilja til þess að vernda hann.

„Þú ert greinilega hræddur, ekki bara um framtíðina, en einnig við hana og það er alls ekki ásættanlegt og hefur áhrif á getu þína til að halda reisn. Til þess að njóta alvörunándar, og viðhalda kynferðislegri getu, verðurðu að vera öruggur svo það er mikilvægt að ræða þetta vandamál við hana. Þú getur sagt: „Ég elska að stunda kynlíf með þér en stundum finn ég fyrir frammistöðupressu og það kemur mér úr jafnvægi. Getum við reynt að finna lausn á þessu vandamáli?“ Hlustaðu á hana og finndu út hvað er henni mikilvægt. Er það bara nautn eða er hún jafnvel óörugg og þarf samþykki með kynlífi? Forðastu að kenna henni um en vertu hreinskilinn hvað varðar tilfinningar þínar. Leitið að lausn saman. Þetta samtal gæti bjargað kynlífinu og sambandinu.“

Parið þarf að vinna úr sínum vanda.
Parið þarf að vinna úr sínum vanda. Ljósmynd/Thinkstockphotos
mbl.is