Vill að maðurinn fari í hlutverk í rúminu

Konan vill fara í hlutverkaleik.
Konan vill fara í hlutverkaleik. mbl.is/Thinkstockphotos

„Konan mín vill bara stunda kynlíf með mér ef ég þykist vera annar maður sem við þekkjum og leyfi henni að tæla hann. Ég hef áhyggjur af því að yngsta barnið okkar sé hans, ekki mitt. Við höfum verið gift í 20 ár og alveg nógu hamingjusöm. Kynlífið hefur reyndar aldrei verið frábært þar sem henni var nauðgað þegar hún var unglingur. Hún er 37 og ég 39. Þessi náungi er gamall félagi sem við rákumst á fyrir tveimur árum og konan mín krafðist þess að bjóða honum í mat. Hann kom síðan aftur þegar ég var ekki heima. Börnin okkar eru 15, 14 og 11 en það yngsta er aðeins eins árs. Hin eru dökkhærð en litla barnið er ljóshært. Það er að gera mig brjálaðan að það sé mögulega ekki mitt,“ skrifaði maður og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun.

Ráðgjafinn segir manninum að hlutverkaleikurinn snúist líklega um að konan vilji stjórna í stað þess að líða eins og fórnarlambi. 

„Jú, henni fannst vinur þinn aðlaðandi. En af hverju ætti hún að beina athyglinni að honum ef hún geymir leyndarmál um faðerni yngsta barns ykkar? Þið eruð að næra tilfinningalegan óróleika sem mun hafa áhrif á börnin.“

Maðurinn efast um faðerni yngsta barns síns.
Maðurinn efast um faðerni yngsta barns síns. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is