Komst að framhjáhaldi fyrrverandi í brúðkaupstilkynningu

Nikyta Moreno komst að framhjáhaldi fyrrverandi í brúðkaupstilkynningu.
Nikyta Moreno komst að framhjáhaldi fyrrverandi í brúðkaupstilkynningu. Skjáskot/Instagram

Nikytu Moreno brá heldur betur í brún þegar hún las brúðkaupstilkynningarnar í New York Times á dögunum. Þar las hún svart á hvítu að fyrrverandi eiginmaður hennar hafði haldið framhjá henni meðan þau voru gift og yfirgefið hana fyrir aðra konu. 

Moreno og fyrrverandi eiginmaður hennar giftu sig hjá dómara í desember 2015 og höfðu skipulagt stóra brúðkaupsveislu í ágúst 2017. Nokkru eftir að þau voru búin að skipuleggja veisluna fann hún fyrir því að eitthvað var ekki eins og það átti að vera.

„Ég var hrædd um að hann væri stressaður fyrir brúðkaupinu eða vinnunni og sagði honum að ég myndi fara í viku og dvelja hjá vinkonu minni. Þegar ég kom til baka sagðist hann vilja skilnað. Það var eins og ljósið hefði verið slökkt. Hann hætti að tala við mig og vildi ekki fara til ráðgjafa,“ segir Moreno í viðtali við New York Post

Hún segir að allir hans nánustu ættingjar og vinir hafi orðið mjög hissa á skilnaðinum. Hún viðurkennir að hana hafi grunað að hann héldi fram hjá henni en fékk ekki staðfestingu á því fyrr en í brúðkaupstilkynningunni. 

Í tilkynningunni er fjallað um hvernig hann og nýja eiginkonan höfðu kynnst. Í henni stóð að hann og nýja konan hefðu kynnst í janúar 2017 og tekið fram að hann hefði aldrei verið giftur áður. 

„Mér fannst það fréttir, því í janúar 2017 var ég eiginkona hans. Við hættum saman síðla mars 2017 og skildum formlega í janúar 2018,“ sagði Moreno.

Moreno segir að þrátt fyrir að hún hafi komist að framhjáhaldi hans á skelfilegan hátt óski hún þeim alls hins besta. „Ég vil að þau verði hamingjusöm. Það eina sem ég hefði óskað mér er að hann segði mér sannleikann. Ég er sjálf búin að finna ástina aftur. Hann er frábær manneskja og tikkar í öll réttu boxin. Mér minnst að allir eigi skilið að finna ástina, ást byggða á sannleikanum,“ sagði Moreno.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál