Kamilla var föst í ofbeldissambandi

Hin 18 ára gamla Kamilla Ívarsdóttir deildi í vikunni áhrifamikilli …
Hin 18 ára gamla Kamilla Ívarsdóttir deildi í vikunni áhrifamikilli færslu á Instagram þar sem hún sýnir afleiðingar ofbeldis sem fyrrverandi kærasti hennar beitti hana. Samsett mynd

Hin 18 ára gamla Kamilla Ívarsdóttir deildi í vikunni áhrifamikilli færslu á Instagram þar sem hún sýnir afleiðingar ofbeldis sem fyrrverandi kærasti hennar beitti hana. Í færslunni segir Kamilla frá reynslu sinni af því að vera föst í ofbeldissambandi.

„Hef verið að heyra mikið undanfarið hvað ég er heimsk og vitlaus að hafa farið aftur til ofbeldismannsins míns.
Það er ekki heimska og það er ekki vitleysa að fara aftur. Að slíta sig lausa frá svona manni er meira en að segja.
Margir búnir að dæma mig, margir búnir að missa álit á mér fyrir það og fleira. Núna langar mig aðeins og segja ykkur hvað í alvörunni gerðist og hvernig það er að vera fastur með ofbeldismanni,“ skrifar Kamilla í upphafi færslunnar.

Kamilla var lögð inn á sjúkrahús síðastliðið haust eftir að kærasti hennar gekk í skrokk á henni. Hann var dæmdur í fimm mánaða fangelsi í kjölfarið. 

Hann losnaði út úr fangelsinu í mars, ég hafði 5 mánuði til þess að vinna úr meðvirkninni minni með hann, ég hafði 5 mánuði til þess að jafna mig á öllu sem hafði komið fyrir mig án þess að vera hrædd að labba út á götu, til þess að fara inn í búðir og þurfa ekki að óttast það að sjá hann hvert sem ég færi.
Hann fékk árs dóm fyrir nokkrar líkamsárásir gegn mér en losnaði út á 5 mánuðum vegna þess að hann var ekki orðinn 21 árs,“ segir Kamilla. 

Hún segist alls ekki hafa verið tilbúin þegar hann losnaði úr fangelsinu. Hún segir hann hafa oft reynt að hafa samband við hana þrátt fyrir að hún væri með nálgunarbann gegn honum. Þó hún hafi ekki verið tilbúin að hleypa honum aftur inn í líf sitt hitti hún hann strax eftir að hann losnaði úr fangelsi. 

„Þegar hann losnaði hitti ég hann strax, ekki því mig langaði til þess ég hitti hann vegna þess að ég var hrædd um hvað hann myndi gera ef ég myndi ekki hitta hann, hann var alltaf fórnarlambið. Hann var yndislegur fyrstu vikuna en ég var skíthrædd við hann allan tíman því ég var bara að bíða eftir fyrsta högginu.“

Hún segist oft hafa reynt að fara frá honum og fara heim til sín en þá hafi hann ráðist á hana og hótað að drepa hana og fjölskylduna hennar. Hún segir hann hafa haldið hníf upp við háls hennar og útskýrt fyrir henni hvað hann ætlaði að gera við fjölskylduna hennar.

„Ég var skíthrædd, ég öskurgrét úr hræðslu. Þessa nótt hafði ég samband við lögfræðinginn minn klukkan 3 um nótt og við fórum saman upp á spítala um morguninn þar sem ég var með áverka eftir að hann kyrkti mig næstum til dauða og henti mér í jörðina þar sem ég missti meðvitund í smátíma vegna þess að hausinn minn skall svo fast. Ég gat ekki beygt mig, ég gat ekki snúið líkamanum mínum og átti erfitt með að leggjast niður vegna þess að mér var svo illt í líkamanum,“ segir Kamilla.

View this post on Instagram

Hef verið að heyra mikið undanfarið hvað ég er heimsk og vitlaus að hafa farið aftur til ofbeldismannsins míns. Það er ekki heimska og það er ekki vitlausa að fara aftur. Að slíta sig lausa frá svona manni er meira en að segja. Margir búnir að dæma mig, margir búnir að missa álit á mér fyrir það og fleira. Núna langar mér aðeins og segja ykkur hvað í alvörunni gerðist og hvernig það er að vera fastur með ofbeldismanni. Hann losnaði út úr fangelsinu í mars, ég hafði 5 mánuði til þess að vinna úr meðvirkninni minni með hann, ég hafði 5 mánuði til þess að jafna mig á öllu sem hafði komið fyrir mig án þess að vera hrædd að labba út á götu, til þess að fara inní búðir og þurfa ekki að óttast það að sjá hann hvert sem ég færi. Hann fékk árs dóm fyrir nokkrar líkamsárásir gegn mér en losnaði út á 5 mánuðum vegna þess að hann var ekki orðinn 21 árs. Ég var alls ekki tilbúin þegar hann losnaði, hann var búinn að vera hafa mikið samband við mig þrátt fyrir að ég væri með nálgunarbann gegn honum, lögreglan vissi af því að hann væri að hafa samband við mig en eina sem hún gerði var að loka á númerið mitt í fangelsinu. Þegar hann losnaði hitti ég hann strax, ekki því mig langaði til þess ég hitti hann vegna þess að ég var hrædd um hvað hann myndi gera ef ég myndi ekki hitta hann, hann var alltaf fórnalambið. Hann var yndislegur fyrstu vikuna en ég var skíthrædd við hann allan tíman því ég var bara að bíða eftir fyrsta högginu. Ég reyndi oft að fara frá honum og aftur heim til mín en þá réðst hann á mig og hótaði að drepa fjöldskylduna mína og mig, hann var með hníf uppvið hálsinn á mér og útskýrði fyrir mér hvað hann ætlaði að gera við systkinin mín og foreldrana mína, auðvitað var ég hrædd. Ég var skíthrædd, ég öskurgrét úr hræðslu. Þessa nótt hafði ég samband við lögfræðinginn minn klukkan 3 um nótt og við fórum saman uppá spítala um morguninn þar sem ég var með áverka eftir að hann kyrti mig næstum til dauða og henti mér í jörðina þar sem ég missti meðvitund í smá tíma vegna þess að hausinn minn skall svo fast. Ég gat ekki beygt mig, ég gat ekki snúið líkamanum mínum og átti erfitt með að leggjast niður vegna þess að mér var svo illt í líkamanum.

A post shared by Kamilla Ívarsdóttir (@kamillaivars) on Sep 7, 2020 at 8:28am PDT

mbl.is

Bloggað um fréttina