Hemsworth lætur drauminn rætast

Chris Hemsworth er vinsæll og uppátækjasamur leikari.
Chris Hemsworth er vinsæll og uppátækjasamur leikari. mbl.is/AFP

Leikarinn Chris Hemsworth hefur áreiðanlega laumað sér inn í drauma margra kvenna enda er hann myndarlegur, hávaxinn og einstaklega skemmtilegur ef marka má viðtöl við hann.

Skemmtilegt myndbrot af leikaranum hefur breiðst út eins og eldur í sinu þar sem hann er með nokkrar jákvæðar staðhæfingar sem flestir ættu að tileinka sér. 

„Dagurinn í dag er þinn dagur. Það eina sem er fallegra en bros þitt er persónuleiki þinn. Vissir þú að þú ert allur pakkinn? Á skalanum einn til tíu þá ertu ellefu. Láttu ljós þitt skína. Ég er stoltur af þér,“ segir leikarinn í myndbrotinu.  

mbl.is