Hver erfir barnlaus hjón við andlát?

Hver erfir barnlaus hjón við andlát þeirra?
Hver erfir barnlaus hjón við andlát þeirra? Huy Phan/Unsplash

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu varðandi erfðarétt barnlausra hjóna. 

Sæll Sævar. 

Smá fyrirspurn varðandi erfðarétt. Hjón eru barnlaus og þá erfir eftirlifandi maki allt. En hver er erfinginn þegar bæði eru látin?

Kveðja, Æ.

Sævar Þór Jónsson rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.
Sævar Þór Jónsson rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.

Sæl.

Í erfðalögum er mælt fyrir um að maki og niðjar (skylduerfingjar) arfleiðanda tæmi arf þegar arfleiðandi andast. Ef arfleiðandi á enga niðja á lífi þá tekur maki allan arf, sbr., sbr. 1. mgr. 3. gr. erfðalaga. 

Ef engir skylduerfingjar eru til staðar fer arfurinn til erfingja samkvæmt 2. tl. 1. mgr. 1. gr. erfðalaga sem eru foreldrar arfleiðanda og niðjar þeirra. Ef báðir foreldrar eru á lífi þá skiptist arfur á milli þeirra til helminga. Ef annað foreldra er látið þá fá börn þess þann arfshluta sem foreldrinu hefði borið eða börn þeirra o.s.frv. Ef hið látna foreldri á enga niðja á lífi gengur hlutur þess til hins foreldrisins og niðja þess með sama hætti.

Kær kveðja, 

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari Þór spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál