Hvað segja stellingarnar um sambandið?

Hvað segir það um sambandið þegar konan er alltaf ofan …
Hvað segir það um sambandið þegar konan er alltaf ofan á? mbl.is/Thinkstockphotos

Þrátt fyrir að kynlífsstellingarnar séu nær óteljandi stunda flest pör aðeins kynlíf í tveimur eða þremur stellingum. Kynlífsstellingarnar segja mikið um pör, sérstaklega ef fólk stundar eiginlega alltaf kynlíf í sömu stellingunni að því er fram kemur í máli kynlífsráðgjafans Tracey Cox á vef Daily Mail. 

Trúboðastellingin

Cox segir stellinguna vera fyrirsjáanlega og leiðinlegustu kynlífsstellingu í heimi. Fólk sem stundar eiginlega alltaf bara kynlíf í trúboðastellingunni er latt og ekki með neitt hugmyndaflug að sögn Cox. Því miður er stellingin einnig algeng hjá konum sem eru óöruggar með líkama sinn. Samt sem áður er þessi stelling sú algengasta í heimi og ekki að ástæðulausu enda þægileg. Fólk sem stundar eiginlega alltaf kynlíf í þessari stellingu er náið. Cox telur kynlíf para sem halda upp á trúboðastellinguna kannski ekki upp á marga fiska en ástin er í góðu lagi. 

Hundurinn

Af öllum stellingum segir Cox þessa stellingu líklega þá bestu þegar kemur að því að örva g-blettinn. Líkur á fullnægingu eru því meiri í þessari stellingu. Fólk með mikla kynhvöt stundar yfirleitt kynlíf í hundastellingunni en óöruggt fólk gerir það sjaldnar. Það slæma við stellinguna er að hún er dýrsleg og er það losti frekar en ást sem býr að baki. Ef fólk kýs alltaf að stunda kynlíf í hundastellingunni er það að hunsa nándina sem fylgir því að stunda kynlíf. Ef pör stunda aldrei kynlíf þar sem þau horfa hvort á annað er líklega eitthvað að í sambandinu. 

Kona ofan á

Konur sem eru ofan á í kynlífi eru öruggar en þær eru við stjórnvölinn í stellingunni. Það ríkir mikið traust hjá fólki sem stundar kynlíf á þennan hátt. Það er einnig erfitt að gera sér upp fullnægingu á þennan hátt þar sem makinn horfir á konuna sem er ofan á. Það er þó ekki endilega gott að stunda alltaf kynlíf í þessari stellingu þar sem fólk í góðum samböndum skiptist á um að vera ofan á. Ef konan er alltaf ofan á ræður hún líklega öllu sem viðkemur sambandinu. 

Stundar þú alltaf kynlíf á hliðinni?
Stundar þú alltaf kynlíf á hliðinni? mbl.is/Thinkstockphotos

Hlið við hlið

Pör sem eru rómantísk velja oft að stunda kynlíf hlið við hlið enda mikil snerting og nánd í slíkum stellingum. Þetta eru líka pör sem kjósa nánd frekar en fullnægingu. Þetta er frábær stelling fyrir rólegt kynlíf. Cox heldur því fram að þessi stelling sé ekki síður fyrir lata en trúboðastellingin. Það er líklegt að kynlíf sé ekki efst í forgangsröðuninni hjá pörum sem stunda oftast kynlíf hlið við hlið. 

Munnmök

Að stunda munnmök er frábær leið til þess að fá fullnægingu saman án stress eða jafnvel óþæginda. Munnmök eru ekki bara æsandi heldur senda þau mjög skýr skilaboð um hversu mikið fólk elskar hvort annað. Ef fólk stundar nær eingöngu munnmök í kynlífi glímir það líklega við erfiðleika tengda nánd eða jafnvel skuldbindingu.

mbl.is