Spákona Díönu spáir besta bónorðsdeginum 2020

Stjörnuspekingurinn Debbie Frank spáði fyrir Díönu prinsessu.
Stjörnuspekingurinn Debbie Frank spáði fyrir Díönu prinsessu. AFP

Ert þú að pæla í að fara á skeljarnar árið 2020? Stjörnuspekingurinn Debbie Frank er einna þekktust fyrir að hafa verið spákona Díönu prinsessu á sínum tíma. Að sögn Frank er hinn fullkomni bónorðsdagur á seinni hluta ársins 2020 á næstu dögum. 

Besti dagurinn sem eftir er af árinu 2020 til þess að fara á skeljarnar er fimmtudagurinn 24. september. Á þessum degi eru pláneturnar Venus og Satúrnus samstilltar. Venus er einmitt pláneta ástarinnar en Satúrnus kennir lífslexíu. Þessi tvenna er fullkomin undirstaða fyrir gott hjónaband. 

Það er ekki bara gott að fara á skeljarnar í lok september þar sem einnig er tekið fram að afmælisdagar séu frábærir til þess að bera fram stóru spurninguna.

Díana prinsessa fékk bónorð frá Karli Bretaprins árið 1981.
Díana prinsessa fékk bónorð frá Karli Bretaprins árið 1981. AFP
mbl.is