Má arfleiða einn afkomanda að öllu?

Ljósmynd/Unsplash

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manni varðandi setu í óskiptu búi. 

Sæll.  

Ef fullorðinn maður situr í óskiptu búi og fyrirtæki og bætir við sig eignum eftir andlát maka má hann arfleiða allt á einn afkomanda í lifanda lífi án þess að gera upp hið óskipta bú?

Kveðja, L

Sævar Þór Jónsson lögmaður rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.
Sævar Þór Jónsson lögmaður rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.

Sæll.

Eignir og sjálfsaflafé sem hinn langlífari maki aflar í óskiptu búi rennur að meginreglu í búið nema lög kveði á um að það eigi að falla til séreignar hans. Yrði því að ætla að eignirnar sem fullorðni maðurinn bætir við sig í óskipta búinu verði eignir búsins.

Vert er að taka fram að séreignir renna ekki í óskipt bú og verðmæti, sem koma í stað séreignar, eða arður af séreignum gera það því ekki heldur nema um annað sé mælt í kaupmála eða fyrirmælum gefanda eða arfleifanda.

Aftur á móti eru gjafagerningar í lifanda lífi heimilaðir svo lengi sem þeir eru ekki úr hófi fram en meginreglan um ráðstöfunarheimild maka sem nýt­ur leyf­is til setu í óskiptu búi er sú að hann hef­ur fulla heim­ild til að ráðstafa eign­um bús­ins til annarra aðila með hverj­um þeim hætti sem hann kýs, hvort held­ur sem er með sölu eða gjöf­um.

Kær kveðja,

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál