Einhleypur og barnlaus vill alls ekki að báðir foreldrar erfi hann

Einhleypur og barnlaus maður veltir fyrir sér erfðarétti sínum.
Einhleypur og barnlaus maður veltir fyrir sér erfðarétti sínum. Sam Wheeler/Unsplash

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manni sem er að velta fyrir sér arfi en hann er einhleypur og barnlaus. 

Góðan dag.

Ég er einhleypur og barnlaus en á foreldra og hálfsystkini á lífi. Get ég gert löggilta erfðaskrá þar sem ég arfleiði einungis annað foreldrið og eitt systkini? 

Með fyrirfram þökk, 

L

Sævar Þór Jónsson lögmaður rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.
Sævar Þór Jónsson lögmaður rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.

Sæll

Samkvæmt erfðalögum geta allir sem orðnir eru 18 ára eða hafa stofnað til hjúskapar gert löggilta erfðaskrá. Það er þó með þeim fyrirvara að sá sem erfðaskránna gerir sé svo heill andlega að hann sé fær um að ráðstafa eigum sínum á skynsamlegan hátt.

Aðili sem á maka og/eða barn/börn getur einungis ráðstafað 1/3 af eigum sínum með erfðaskrá. Hins vegar, eins og í þínu tilfelli þegar engum skylduerfingjum er til að dreifa, hefur maður fulla heimild til að ráðstafa öllum eigum sínum með erfðaskrá sé hún rétt gerð. Þess vegna þannig að aðeins annað foreldrið og eitt systkini hljóti arf eftir þig.

Vonandi svarar þetta spurningunni þinni.

Bestu kveðjur,

Sævar Þór Jónsson, lögmaður/MBA

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari spurningu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál