Þykist njóta kynlífsins með kærastanum

Það eru ekki allir með mikla kynhvöt.
Það eru ekki allir með mikla kynhvöt. Ljósmynd/Unsplash

„Ég er kona á miðjum aldri og á kærasta sem þráir mig og elskar mig heitt. Vandamálið er að ég bara örvast ekki kynferðislega. Ég hef alltaf verið svona. Ég finn bara ekki fyrir neinu. Kannski er eitthvað að líkama mínum. Ég þykist bara njóta kynlífsins. Hvað er að mér?“ spyr kona sambandsráðgjafa á vefritinu Body+Soul

„Fólki með litla kynhvöt líður oft eins og eitthvað sé að því, sem er afar ósanngjarnt. Fólk er einfaldlega misjafnt hvað þetta varðar. Stundum getur lítil kynhvöt orsakast af einhverju efnaskiptavandamáli og því er ástæða til þess að ræða við lækni hvort svo sé. Þá gætirðu prófað að nota titrara til þess að athuga hvort líkaminn bregðist við beinni örvun,“ svarar ráðgjafi Body+Soul.

„Virki ekkert af ofantöldu er gott að einblína á nándina sem kynlífið skapar á milli þín og félaga þíns. Vertu hreinskilin við kærastann og segðu að það hafi ekkert með hann að gera. Opin samskipti og kærleikur eru lykill að góðu sambandi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál