Í ástarsambandi með gifta yfirmanninum

Maðurinn á í sambandi við kvænta konu.
Maðurinn á í sambandi við kvænta konu. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég er ástfanginn af yfirmanni mínum. Kynlífið er frábært og hún gerir líf mitt ævintýralegt. Hún er gift og tvisvar sinnum eldri en ég. Ég vil ekki að þessu ljúki. Við vinnum í öryggisfyrirtæki og hún stýrir skrifstofunni en ég er á símanum. Ég féll fyrir henni um leið og ég sá hana. Hún tók mig í starfsviðtal og ég áttaði mig auðvitað á því að hún var töluvert eldri en kannski er það hluti af sjarmanum. Hún er 49 ára og ég er 25 ára strákur sem hefur alltaf verið heitur fyrir konum á hennar aldri,“ skrifaði ungur maður sem leitaði ráða hjá Deidre ráðgjafa The Sun:

„Ég var búinn að vera í vinnunni í tvær vikur þegar ég tók eftir því að hún brosti til mín. Ég tók áhættu og bauð henni í drykk eftir vinnu. Við sátum hlið við hlið við barinn með drykki og hún kom strax við lærið á mér. Næstu tvær nætur bókaði ég herbergi fyrir okkur og kynlífið var það besta sem ég hef stundað. Ég hef verið að hitta hana í átta mánuði, jafnvel í útgöngubanni, og hún segist dreyma mig á nóttunni. Hún þolir ekki að vera ekki með mér en skilur ekki af hverju ég er með henni yfirhöfuð. Það veldur mér áhyggjum vegna þess að ég elska hana og er hræddur um að hún byrji að forðast mig af því hún efast um ást mína og spyr sig hvenær ég særi hana. Ég vildi óska þess að hún gæti trúað því að ég er í þessu til lengdar. Ég veit að hún fer ekki frá eiginmanni sínum en mér er sama svo lengi sem hún er hluti af mínu líf. Ég er hræddur um að hún hætti með mér einn daginn og ég gæti ekki unnið með henni eftir það. Ég yrði að segja upp.“

mbl.is/Thinkstockphotos

Ráðgjafinn spyr hvort það sé virkilega í lagi að hún noti hann bara þegar henni hentar og er áfram með eiginmanni sínum. 

„Þetta þarfnast ekki skuldbindingar frá þinni hendi, engar kröfur og engin ábyrgð. Kannski er það það sem hentar þér svo vel. Með því að velja eldri konu sem er mun eldri en þú, búin að koma sér vel fyrir í lífinu, ertu kannski að vernda þig. Eini gallinn við þetta eins og þú hefur áttað þig á er að ástkona þín skilur ekki hvert þetta er að fara og hvort þú farir frá henni einn daginn. Hún gæti verið að spyrja hvenær ætlar þú að byrja með konu sem er á þínum aldri. Góð spurning. Þú gætir verið að vernda þig en hins vegar ertu líka að opna hjarta þitt og svo eruð þið auðvitað að taka áhættu á kórónuveirusmiti með því að stunda kynlíf. Það er best að skoða hvað þú hefur upp úr þessu einstefnusambandi.“

mbl.is