Giftar konur felldu hugi saman í heimsfaraldrinum

Konurnar komust að því að samband þeirra var meira en …
Konurnar komust að því að samband þeirra var meira en bara vinasamband. Ljósmynd/Pexels

Kona í hjónabandi varð ástfangin af annarri konu sem er líka gift. Í heimsfaraldrinum urðu þær mjög nánar og komust að því að þær væru meira en bara vinkonur. Önnur konan leitar nú ráða hjá ráðgjafa The Guardian því hvorug vill þær skilja við eiginmann sinn. 

„Ég er búin að eiga góða vinkonu í um eitt ár. Snemma í heimsfaraldrinum leið mér mjög illa andlega og leitaði huggunar hjá henni. Hún er búin að hjálpa mér mikið og við erum orðnar mjög nánar. Síðustu misseri hef ég komist að því að ég ber ekki bara vináttutilfinningar gagnvart henni. Það kom svo í ljós að henni leið eins og hafði gert um tíma. 

Við erum báðar í hjónabandi með karlmanni og höfum verið í marga áratugi. Við eigum báðar börn með eiginmönnum okkar, hennar eru orðin fullorðin en mín eru ung. Ég er rétt komin yfir fertugt en hún er á sextugsaldri. Hún hefur áhyggjur af því að ég beri tilfinningar til sín af því ég er meira en áratug yngri en hún og vegna þess hve brothætt ég var í upphafi faraldursins. Ég er viss um að þetta er ekki satt. 

Hvorugri okkar finnst eins og tilfinningarnar sem við berum hvor til annarrar komi í stað þeirra tilfinninga sem við berum til eiginmanna okar. Það er ekki valmöguleiki hjá okkur að svíkja eiginmenn okkar og við viljum ekki yfirgefa þá. Í stað þess erum við að reyna að móta okkar einstaka vinasamband. Erum við barnalegar í hugsun ef við höldum að þetta muni ekki skaða okkur tilfinningalega?“

Pamela Stephenson Connolly svarar:

„Í gegnum lífið getur manneskja gengið í gegnum ýmis tímabil í kynvitund sinni, hvort sem hún er tímabundin eða ekki. Fólk getur upplifað þetta sem eitthvað óvænt, óþægilegt eða spennandi. Manneskju getur líka fundist þessi nýja uppgötvun ógnandi og gera valið óhugsandi. Ef það er einlæg og sterk kynferðisleg löngun á milli ykkar tveggja, þá munuð þið láta undan á endanum. Og ef þið forðist það verður löngunin bara sterkari. 

Það eru oft mikilvægar ástæður fyrir því að fólk hefur sterka þrá eftir forboðinni manneskju. Það þegar manneskja uppgötvar sjálfa sig í tengslum við aðra manneskju getur verið svo mögnuð uppgötvun að það eyðileggur sambönd og fjölskyldur. Reyndu að skilja tilganginn með þessu nýja sambandi. Spurðu sjálfa þig: „Hver er munurinn á mér sem manneskju í samhengi við konuna og mér sem manneskju í samhengi við eiginmann minn?“ Svarið mun hjálpa þér.“

Ljósmynd/Thinkstockphotos
mbl.is