Djúpraddaðir karlmenn líklegri til framhjáhalds

Djúpraddaðir karlmenn eru taldir líklegri til að halda framhjá en …
Djúpraddaðir karlmenn eru taldir líklegri til að halda framhjá en karlmenn með hærri raddir. mbl.is/Thinkstockphotos

Djúpraddaðir karlmenn hafa löngum þótt einstaklega kynþokkafullir. Þeir eru ekki bara kynþokkafullir heldur eru þeir líka líklegri til að vera ótrúir maka sínum að því er fram kemur í niðurstöðum rannsóknar við Southwest University í Kína

Í rannsókninni var rödd 116 karlmanna mæld og síðan voru þeir spurðir út í skoðanir sínar á einkvæni og skuldbindingu. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að karlmenn með dýpri rödd væru líklegri til að halda fram hjá mökum sínum og að þeir væru ólíklegri til að skuldbinda sig í samböndum.

Það sama átti ekki við um konur. 

Rannsakendur leggja til að mikið magn testóseróns geti verið orsökin frekar en að konum þyki karlmenn með dýpri rödd aðlaðandi. „Karlmenn með mikið magn testósteróns og þar af leiðandi dýpri rödd gætu sýnt meiri tilburði til þess að vera ótrúir og skuldbinda sig minna í rómantískum samböndum.“

Barry White var þekktur fyrir sína djúpu rödd.
Barry White var þekktur fyrir sína djúpu rödd. AP
mbl.is