Ein og ólofuð þrátt fyrir leit á Tinder

Anna Kristjáns er á Tinder.
Anna Kristjáns er á Tinder. Ljósmynd/K100

Vélstjórinn Anna Kristjánsdóttir er búsett á Tenerife þar sem hún reynir nú að finna ástina. Hún skráði sig á Tinder fyrir hátt í tíu mánuðum og hefur leit hennar ekki gengið nógu vel.

„Það eru komnir nærri tíu mánuðir síðan ég skráði mig á Tinder og hélt að nú væri búið að bjarga málunum, hundruð samkynhneigðra kvenna myndu sópast að mér og sýna mér ást og umhyggju hér í Paradís og það leið ekki á löngu uns ein beit á agnið,“ skrifaði Anna á Facebook og lýsti frekari samskiptum sínum við konur á Tinder. 

„Ég hef getið þess áður að hún birti mynd af sér með buxurnar á hælunum inni á klósetti og ég svaraði með því að birta mynd af mér að tala í kirkju. Ég hafði engan áhuga fyrir nánari kynnum. Einhverjum mánuðum síðar kom önnur inn í líf mitt og sú var ekkert að bíða eftir boði heldur flutti inn á mig nánast samdægurs. Það fór heldur ekki vel. Síðan hef ég verið ein og ólofuð.

„Þú verður að stækka hringinn þinn,“ sagði ein vinkona mín og ég hætti við að miða við 150 km markið þar sem flestar töluðu bara spænsku og stækkaði leitarsvæðið sem náði nú um alla jörðina.

Þá loksins beit ein á agnið, gullfalleg, enskumælandi og veraldarvön. Ég hefi aðeins verið að spjalla við hana og hún er skemmtileg, nokkrum árum yngri en ég. Það er bara einn galli á gjöf Njarðar. Hún býr við Kyrrahafið, 9.200 km í burtu. Við ákváðum að spjalla aðeins saman á messenger. Vegna meðfæddrar feimni minnar (alveg satt, ég er drullufeimin) reyndi ég að fresta spjallinu um sólarhring, en þá var ég samstundis vænd um að vera „fake“ persóna og það tók mig talsverðan tíma að sannfæra konuna um að ég væri ekkert fake. Það verður gaman að sjá hvernig þróunin verður í samskiptunum.

Ég er samt ennþá ung og ólofuð ef einhver vill flytja úr kuldanum og til mín hingað suður til Paradísar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál