Heppni lykillinn að hamingjuríku hjónabandi

Carla Bruni og Nicolas Sarkozy hafa verið gift í 12 …
Carla Bruni og Nicolas Sarkozy hafa verið gift í 12 ár. PHILIPPE WOJAZER

Carla Bruni, fyrrverandi forsetafrú Frakklands, segir lykilinn að hamingjuríku hjónabandi vera heppni. Bruni giftist fyrrverandi forseta Frakklands, Nicolas Sarkozy, árið 2008. 

Bruni segir að sér hafi liðið eins og ungri konu þegar Sarkozy bað móður hennar um leyfi til að biðja hana að giftast sér, aðeins tveimur dögum eftir að þau fóru á fyrsta stefnumótið. 

„Allt er rómantískt með Nicolas. Í fyrsta lagi hittumst við á þriðjudegi og hann bað mig að giftast sér á fimmtudegi eftir að hafa beðið mömmu mína um leyfi,“ sagði Bruni í viðtali við Good Morning Britain í vikunni. 

Bruni og Sarkozy eiga saman dótturina Giuliu sem er átta ára. Fyrir átti Bruni soninn Aurélien Enthoven og Sarkozy á þrjú börn úr fyrri samböndum. 

Bruni segist vera mjög heppin að hafa hitt lífsförunaut sinn seint á lífsleiðinni. „Ég held að þetta sé bara heppni. Við vorum heppin því við eignuðumst dóttur saman, við áttum fjögur börn áður en við giftumst. Við áttum dóttur okkar frekar seint, á þeim aldri sem við ættum að verða amma og afi, þannig að ég held að þetta hafi bara verið heppni að við giftumst seinna,“ sagði Bruni.

Bruni segir að allt sé rómantískt með Sarkozy.
Bruni segir að allt sé rómantískt með Sarkozy. PHILIPPE WOJAZER
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál