Skipuleggja kynlíf vikulega

Tia Mowry og eiginmaður hennar skipuleggja kynlífið.
Tia Mowry og eiginmaður hennar skipuleggja kynlífið. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Tia Mowry segir að hún og eiginmaður hennar, Cory Hardrict, skipuleggi kynlíf reglulega til að passa upp á að neistinn slokkkni ekki. 

Mowry var gestur í hlaðvarpinu What to Expect í vikunni þar sem hún ræddi við Heidi Murkoff, stjórnanda þáttanna, um kynlíf. Þar ræddu þær meðal annars um að eftir að fólk eignast börn sofi það sjaldnar saman. 

Mowry og Hardrict hafa verið gift í 12 ár og eiga soninn Cree sem er 9 ára og dótturina Cairo tveggja ára. 

Murkoff sagði að hún og eiginmaður hennar skipulegðu stefnumót einu sinni í viku og þá viðurkenndi Mowry að þau gerðu slíkt hið sama. 

Mowry og Hardrict hafa verið gift í 12 ár og …
Mowry og Hardrict hafa verið gift í 12 ár og eiga tvö börn saman. Skjáskot/Instagram

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég viðurkenni þetta: Við gerum þetta líka,“ sagði Mowry. Þegar ég var yngri og heyrði um þetta hugsaði ég með mér: af hverju þyrfti ég að gera það? En eins og þú sagðir, þegar maður er kominn með börn, er að vinna og allt það verður maður að passa upp á að vanrækja ekki neinn hluta,“ sagði Mowry. 

Hún segir að þau skipuleggi stefnumót í hverri viku og haldi í rómantíkina. Þau klæða sig upp, setja á sig ilmvatn og eiga góða stund saman án barnanna. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda