Kynlífsleikföng breyttu lífi Allen

Lily Allen
Lily Allen AFP

Margar stjörnur framleiða snyrtivörur en tónlistarkonan Lily Allen fór í samstarf með unaðsvöruframleiðanda. Allen kom að gerð kynlífsleikfangs með unaðsvöruframleiðandanum Womanizer. Hún segir líf sitt hafa breyst eftir að hún komst upp á lagið með að stunda sjálfsfróun. 

„Womanizer breytti lífi mínu og mig langar að deila reynslu minni. Konur ættu ekki að skammast sín fyrir kynlíf sitt og allar eigum við skilið unað. Vonandi mun þetta litla tæki hjálpa til við það,“ skrifaði Allen á instagramsíðu sína þegar hún kynnti tækið Liberty eða Frelsi. 

Markmið Allen er að opna umræðuna um sjálfsfróun kvenna. Hún segir unaðsvörur enn vera tabú og þar af leiðandi sjálfsfróun og fullnægingu kvenna. Sjálf stundaði hún ekki sjálfsfróun fyrr en hún var að nálgast þrítugt að því fram kemur á vef Rolling Stone. 

Tónlistarkonan var á tónleikaferðalagi þegar hún ákvað að prófa að nota kynlífsleikfang í fyrsta sinn. Síðan þá hefur hún prófað nokkur merki og varð Womanizer fljótlega í miklu uppáhaldi. Svo miklu reyndar að hún talaði um það í vinsælli ævisögu sinni sem kom út árið 2018. Í kjölfarið hófst samstarf við fyrirtækið. 

Hún segir algengt að talað sé um sjálfsfróun kvenna í samhengi við að karlmaðurinn standi sig ekki. „Það eru ekki allir í samböndum,“ segir Allen. „Unaður i kynlífi er ekki endilega eitthvað sem þarf að njóta með einhverjum öðrum.“

Konur í samböndum ættu einnig að nota kynlífsleikföng hvort sem það er með maka eða án. 

„Ég hef komið með kynlífsleikföng inn í sambönd. Þau geta gert kynlíf skemmtilegt,“ sagði Allen sem er nýgift. „Ég hef ekki hitt eiginmann minn í fimm vikur. Það þýðir ekki að ég fái ekki fullnægingar.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál