Hlátur lykillinn að 57 ára hjónabandi

Bob Newhart segir lykilinn að 57 ára hjónabandi vera hlátur.
Bob Newhart segir lykilinn að 57 ára hjónabandi vera hlátur. Ljósmynd/Wikipedia.org

Leikarinn Bob Newhart opnaði sig á dögunum um hver væri lykillinn að löngu hjónabandi hans og eiginkonu hans Ginny. Newhart-hjónin hafa verið gift í 57 ár en Bob segir að lykillinn sé hlátur. 

Hin 91 árs gamli leikari settist niður með blaðamanni CBS Sunday Morning um helgina. „Það eru einhver tengsl á milli hláturs og langs hjónabands,“ sagði Newhart. 

Bob og Ginny gengu í það heilaga árið 1963 og eignuðust fjögur börn, synina Robert og Timothy og dæturnar Jennifer og Courtney. Þau eiga nú 10 barnabörn. 

Bob og Ginny kynntust fyrir tilstilli leikarans Buddys Hacketts. Þá var Ginny í sambandi með öðrum manni. „Buddy sagði: „Ég er með stelpu fyrir þig. Hún er með öðrum gæja, en ég held hann sé ekki rétti maðurinn fyrir hana, þannig að ég ætla að senda ykkur á blint stefnumót. Þú hittir hana, þið farið á stefnumót og þið giftist. Síðan eignist þið börn og kallið eitt þeirra Buddy. Sem við gerðum, við skírðum aðra dóttur okkar Buddy,“ sagði Newhart. 

Newhart á tilkomumikinn feril í þáttum og kvikmyndum. Hann sagði í viðtalinu að fólk spyrði sig oft hvort honum fyndist enn þá gaman að koma fólki til að hlæja. „Ég segi: „Já það er rétt hjá þér, ég er orðinn leiður á því að koma fólki til að hlæja. Ég hata það,““ sagði Newhart og glotti. 

„Ég er með þá kenningu að þegar þessu lýkur öllu saman og maður fer þarna upp  ég er alinn upp við að trúa á himnaríki og þar er Guð og hann segir: „Hvað gerðir þú?“ og ég svara: „Ég kom fólki til að hlæja.“ Og hann segir: „Allt í fína, farðu í stuttu röðina þarna,““ sagði Newhart.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál