Stunda allir betra kynlíf en þú?

Er annað fólk að stunda meira spennandi kynlíf en þú?
Er annað fólk að stunda meira spennandi kynlíf en þú? mbl.is/Thinkstockphotos

Það eru ekki allir að stunda meira og betra kynlíf en þú. Það er auðvelt að efast um rómantíkina í svefnherberginu enda ekki nokkuð sem alltaf er talað um en vandamálin sem þú glímir við í rúminu eru kannski ekki vandamál.

Flest pör stunda kynlíf á sama hátt í hvert skipti sem þau stunda kynlíf og nánast alltaf jafnlengi. Eftirfarandi atriði eru ekki endilega vandamál að mati kynlífssérfræðingsins Tracey Cox sem útskýrði af hverju á vef Daily Mail. 

Þú ert enn að stunda sjálfsfróun

Það er ekkert að því að veita sér unað af og til þrátt fyrir að vera í sambandi. Það þýðir ekki að kynlífið sé slæmt svo lengi sem þú kýst ekki alltaf sjálfsfróun í staðinn fyrir kynlíf með maka. Í rauninni er sólókynlíf bara af hinu góða. 

Stundar kynlíf sjaldan

Ef þú ert 20 ára og aðeins búin að vera með maka í sex mánuði gæti kynlíf einu sinni í mánuði bent til þess að það sé vandamál til staðar. Það er hins vegar ekkert skrítið að kynlíf sitji aðeins á hakanum þegar tvö ung börn eru á heimilinu svo ekki sé talað um heimsfaraldur og fjárhagsvandræði. Hugsaðu frekar um gæðin. 

Þú hugsar um einhvern annan í rúminu

Þetta gæti kallað á samviskubit en er mjög algengt og eðlilegt. Það er þó ekki endilega gott að hugsa um einhvern annan í hvert einasta skipti sem þú stundar kynlíf með maka. 

Það bólar ekkert á fullnægingu í samförum

Samfarir duga fæstum konum. Langflestar eða um 80 prósent þurfa á snípsörvun að halda. 

Þér finnst þú ekki alltaf sexí

Þetta á líka við um kynþokkafyllsta fólk í heimi. Sjálfstraustið er stundum lítið en stundum gott. Makar eru heldur ekki alltaf kynþokkafullir. Ef þetta viðhorf er alltaf uppi er það vandamál en annars ósköp venjulegt. 

Kynlífið er ekki ástríðufullt

Kynlíf snýst ekki bara um ástríðuna, það snýst líka um ást og tengingu við maka og á að vera skemmtilegt. Mjög fá pör stunda besta kynlíf lífs síns í hvert skipti sem þau gera það. 

Þið viljið eitthvað öðruvísi 

Ef þið áttið ykkur á þessu og talið um það er það gott mál. Ef þið talið ekki um þetta er það vandamál. Það er um að gera að vinna heimavinnuna og prófa eitthvað nýtt. 

Kynlífið er stutt

Kynlíf sem tekur þrettán mínútur er meira en bara fín tímalengd, hún þykir ansi góð. Önnur rannsókn sýnir að það tekur venjulegan mann fjórar mínútur að fá fullnægingu. Hversu langan tíma kynlífið varir skiptir ekki máli. Það sem skiptir máli er hvernig fólki líður. Ef fólki líður vel eftir eina mínútu er það nóg. 

Annað ykkar á erfitt með að fá fullnægingu 

Þetta er aðeins vandamál ef þetta truflar sambandið. Lausnin gæti verið að gefa kynlífinu tíma eða taka því að fá ekki fullnægingu í hvert skipti. Markmiðið er að njóta ferðarinnar í stað þess að komast á áfangastað.

Það er misjafnt hversu oft fólk stundar kynlíf.
Það er misjafnt hversu oft fólk stundar kynlíf. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál