Kynlífstæki rjúka út í kórónuveirunni

Gerður Huld Arinbjarnardóttir stofnaði Blush árið 2015 og hefur selt …
Gerður Huld Arinbjarnardóttir stofnaði Blush árið 2015 og hefur selt hjálpartæki ástarlífsins fyrir milljarð króna síðan. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

Gerður Arinbjarnar stofnandi Blush segir að kynlífstækjamarkaðurinn hafi tekið hröðum breytingum síðustu árin. Hún segir að kynlíf og kynlífstæki séu miklu minna tabú og fólk sé ekki feimið við að kaupa sér slíkan varning. Hún segist finna mikinn mun á þeim tíu árum sem hún hefur verið í bransanum. 

„Eitt af því sem ég tek eftir er að áður fyrr átti fólk oft eitt tæki en í dag er meira um að það eigi safn af tækjum. Fólk er því að bæta við safnið reglulega og prófa ný tæki,“ segir Gerður. 

Hvernig hefur kórónuveiran haft áhrif á ykkur? 

„Covid hefur heldur betur haft áhrif á okkur öll. Sumt hefur verið erfiðara en annað, en sala á kynlífstækjum hefur aldrei verið meiri en i dag. Þetta á ekki bara við um Ísland heldur finna kynlífstækjaframleiðendur þetta um allan heim.

Við hjá Blush finnum gríðarlegan mun á sölu, en þá einna helst á sölu i netverslun. Fólk virðist nýta sér það mun meira að geta verslað á netinu og fengið sent heim að dyrum og þurfa þar að leiðandi ekki að fara út úr húsi,“ segir hún.  

Gerður segir að þau hafi lagt mikið á sig til að reyna að bæta þjónustuna svo fólk þurfi ekki að bíða í marga daga eftir sendingum frá þeim. 

„Það jákvæða við covid er að verslun er að færast meira á netið og þar af leiðandi eru aðilar sem sjá um að senda pakka fyrir okkur að bæta sína þjónustu til muna. Fyrir ári tók 2-3 virka daga að fá pakka úr netverslun sendan heim en í dag getur þú pantað vörur og fengið þær sendar heim með hraðsendingu á 90 mínútum með sending.is. Það er mikill lúxus enda sjáum við að þessi valmöguleiki er mun vinsælli en við hefðum búist við. Í dag sendum við 90% af pöntunum samdægurs.“ 

Hvers vegna hefur salan aukist á kynlífstækjum?

„Ég tel að ástæða þess að kynlífstækja sala er að aukast sé að fólk er meira heima, það gefur sér meiri tíma fyrir sjálft sig og samband sitt. Kynlíf er ein af grunnþörfunum okkar, hvort sem það er kynlíf með okkur sjálfum eða með maka okkar, og af hverju ekki að gera þá stund extra sérstaka með því að nota kynlífstæki, nuddolíu eða aðrar vörur sem gera upplifunina spennandi og skemmtilega.“

Hver er ykkar vinsælasta vara í dag?

„Það sem er vinsælast hjá okkur núna eru sogtæki, og svona klassísk tæki, tæki sem eru einföld í notkun og eru einmitt fullkomin fyrir þá sem eru að kaupa sitt fyrsta tæki. 

Það sem er vinsælast þessa dagana er Satisfyer traveler sem er sogtæki hugsað til að örva snípinn, Echo Eggið frá Svakom sem er lítið og nett egg til að örva snípinn. Það tæki er fullkomið að nota með maka því það er svo fyrirferðarlítið. Flip Orb er svo vinsælasta varan fyrir herra, en það er runkmúffa.“

Er fólk ekki feimið að koma í búðina að versla? 

„Auðvitað eru einhverjir sem vilja frekar versla á netinu og það kemur mörgum á óvart að fyrir covid fóru 60% af sölunni i gegnum búðina, 30% netverslun og 10% komu frá heimakynningu. Þannig að það er alls ekki svo að fólk forðist það að koma í búðina að versla. Verslunin okkar er líka sett upp þannig að hún er alls ekki dónaleg, það eru ekki ögrandi pakkningar eða klám sem tekur á móti manni þegar maður labbar inn. Svo má ekki geyma að starfsfólk okkar er faglegt og hefur víðtæka þekkingu á kynlífstækjum, svo oft ef fólk veit ekki hvað það á að kaupa þá er frábær möguleiki að geta komið í búðina og fengið þjónustu.“

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál