Kærastinn alltaf þögull í rúminu

Kærastinn lætur ekkert uppi um hvort hann njóti sín í …
Kærastinn lætur ekkert uppi um hvort hann njóti sín í kynlífinu eða ekki. mbl.is/Getty Images

Kona sem er búin að vera í sambandi með kærastanum sínum í 10 mánuði hefur áhyggjur af því að hún sé ekki nógu góður elskhugi. Kærastinn stynur hvorki né segir neitt upphátt þegar þau stunda kynlíf og hún hefur áhyggjur af því að hún standi sig ekki nógu vel. Hún leitar ráða hjá ráðgjafa The Guardian.

„Ég er búin að vera með kærastanum mínum í um 10 mánuði. Ég hef aldrei verið jafn hamingjusöm en á sama tíma líður mér smá óþægilega í svefnherberginu með honum miðað við með fyrrverandi mökum mínum. Hann hefur aldrei tjáð sig mikið á meðan við stundum kynlíf. Ég hef reynt að spyrja hann hvað honum finnst gott og hann hundsar mig alltaf. Það lætur mér líða eins og ég sé ekki nógu góð fyrir hann og geti ekki gert neitt sem honum finnst gott án þess að vita hvað hann fílar. 

Hann er búinn að opna sig um að í fyrri samböndum hafi hann ekki verið með mikið sjálfstraust í kynlífi og honum hefur verið hafnað mjög oft. Þannig ég held þetta gæti tengst því, en er þetta virkilega bara þannig hjá körlum að þeir stynji hvorki né tali á meðan forleik og kynlífi stendur? Þegar við tölum um kynlíf þá segi ég honum alltaf að mig langi til að hann slaki meira á og sé með meira sjálfstraust. Ég veit það er auðveldara að segja það en gera það, en mig langar svo til að hjálpa honum að njóta betur.“

Ráðgjafin Pamela Stephenson Connolly gefur henni góð ráð um hvernig hún geti fengið hann til að opna sig. 

„Við byrjum að læra um kynlíf og hvernig líkaminn okkar virkar þegar við erum börn. Í okkar samfélagi þá lærir fólk frekar snemma að sjálfsfróun fylgir mikil leynd. Til dæmis, ef kærastinn þinn deildi herbergi með öðrum þá hefur hann þurft að vera alveg þögull og það hefur eflaust búið til mynstur um að þaga algjörlega þegar hann nýtur sín. Okkar fyrstu kynni af kynlífi fylgja okkur inn í fullorðins árin og það er ekki auðvelt að breyta þeim. 

Verðlaunaðu hann ef hann tjáir sig einhvern tíman upphátt, en taktu með í reikninginn að þögin hans tengist hans fyrstu upplifun af kynlífi og þýðir alls ekki að hann sé ófullnægður.“

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál