Forðast að sofa hjá eiginmanninum

Konan er farin að forðast það að stunda kynlíf með …
Konan er farin að forðast það að stunda kynlíf með eiginmanni sínum. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Eftir tólf ára hjónaband hefur eiginkonan fengið nóg af því að vera hundsuð af eiginmanni sínum í rúminu. Hún er farin að forðast það að sofa hjá honum og stundar sjálfsfróun nokkrum sinnum í viku í staðinn. Hún leitar ráða hjá ráðgjafa The Guardian

„Eiginmaður minn var ekki með mjög mikla reynslu í kynlífi þegar við kynntumst. Hann var ekki hreinn sveinn en var ekki búinn að vera í langtímasambandi. Hann var mjög meðvitaður um það og ég sagði honum að við hefðum restina af lífinu til að finna út úr því. Ég er búin að sýna honum hvað mér finnst gott með bókum, kvikmyndum, greinum og leikföngum. 

Ég er ekki að biðja um mikið en það er eins og hann gleymi öllu sem við höfum rætt þegar við stundum kynlíf. Ég verð vanalega svo pirruð að ég reyni að láta þetta ganga yfir sem fyrst. Hann nær fullnægingu, snýr sér við og fer að sofa á meðan ég er pirruð og ófullnægð. Núna legg ég mig fram við að forðast það að stunda kynlíf með honum. Ég hef kynhvöt og fróa mér tvisvar til þrisvar í viku til að losa um spennu. Ég vildi óska þess að ég þyrfti þess ekki. Ég er með samviskubit yfir því að ég er sú eina sem má vera náin með honum og að ég uppfylli ekki skyldur mínar sem eiginkona og maki. Ég elska eiginmann minn af öllu hjarta. Allir aðrir hlutar lífs okkar saman eru frábærir. 

En stoltið hans þýðir að hann vill ekki koma í ráðgjöf með mér. Honum finnst það jafnvel móðgandi þegar ég hef samræður um það. Ég veit ekki hvað annað ég get gert, eftir tólf ár saman. Ertu með ráð fyrir mig?“

Pamela Stephenson Connolly ráðleggur konunni að halda þetta út og sýna betur hvað henni líkar. 

„Ekki gefast upp. Reyndu að kveikja neistann á ný. Þetta ástand mun ekki batna nema þú leggir þig fram við að kenna honum og hjálpa honum að fullnægja þér. Það er engin skömm í því að taka í stjórnina, í rauninni, gæti það verið besta leiðin til að kenna honum. Bækur og kvikmyndir gefa ágæta hugmynd um kynferðislegar langanir en það getur verið erfitt að leika þær eftir, þannig að flestir þurfa að fá mjög nákvæmar leiðbeiningar. 

Hver kona er einstök þegar kemur að kynlífi og löngun og þú átt skilið að hann uppfylli langanir þínar. Það sem þarf hins vegar til eru góðar leiðbeiningar í smáatriðum sem fara með hann í gegnum allt ferlið. Þú verður að vera þolinmóð, gera það skemmtilegt og kynþokkafullt og þú verður að verðlauna hann þegar hann stendur sig vel.“ 

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is