Frú Beckham á 14 trúlofunarhringa

Victoria Beckham sýndi guðdómlegan hring úr skartgripasafninu á Instgram.
Victoria Beckham sýndi guðdómlegan hring úr skartgripasafninu á Instgram. Skjáskot/Instgram

Það eru ekki allir sem eiga einn trúlofunarhring, hvað þá fleiri. Fatahönnuðurinn og kryddpían fyrrverandi, Victoria Beckham, á hins vegar 14. Auðæfi Victoriu Beckham eru metin á 340 milljónir punda og skartgripasafn hennar á 8,9 milljónir punda. 

Trúlofunarhringar frú Beckham eru alls 14 að því fram kemur á vef götublaðsins The Sun. Hún sýndi einn úr safninu á instagrammynd á dögunum. Hringinn fékk frú Beckham í tilefni af 18 ára brúðkaupsafmæli Beckham-hjónanna. Hún sást fyrst með hann í New York árið 2018. 

David og Victoria Beckham.
David og Victoria Beckham. AFP

David Beckham bað Victoriu Beckham árið 1998 og gaf henni þá demantshring sem er metinn á 65 þúsund pund. Fjórum árum seinna fór knattspyrnuhetjan aftur á skeljarnar og gaf spúsu sinni annan hring. Frá árinu 2003 til 2010 fékk hún nýjan hring á hverju ári. Hring númer 11 fékk hún árið 2012 og 12. hringinn fékk hún árið 2015. Nýir hringar sem líkjast trúlofunarhringum bættust við safn frú Beckham árin 2016 og 2018. 

mbl.is