Hefndi sín og barnaði mágkonuna

Maðuinn hélt framhjá með litlu systur eiginkonu sinnar.
Maðuinn hélt framhjá með litlu systur eiginkonu sinnar. mbl.is/Thinkstockphpotos

„Ég stundaði kynlíf með yngri systur eiginkonu minnar í hefndarskyni eftir að konan mín hélt fram hjá mér en ég ætlaði aldrei að barna þessa stelpu. Hún er ákveðin í að eiga barnið og það veður algjört helvíti þegar fjölskyldan kemst að þessu. Ég er 35 ára, ég og eiginkona mín giftum okkur fyrir 18 mánuðum. Hún er 33 og við höfum verið saman síðan við vorum unglingar en það var ekki brúður mín sem fangaði alla mína athygli á brúðkaupsdaginn, það var litla systir hennar,“ skrifaði kvæntur maður í vanda og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun

„Hún er aðeins 22 ára svo ég hef þekkt hana síðan hún var lítil stelpa en þennan dag áttaði ég mig allt í einu á að hún var orðin falleg kona. Hún var aðalbrúðarmeyjan og leit vel út. Við döðruðum en ég minnti sjálfan mig á að að hún væri mágkona mín. Að ganga í hjónaband hafði slæm áhrif á sambandið. Við rifumst og útgöngubann hjálpaði ekki til. Við vorum bæði að vinna heima og vorum pirruð hvort á öðru eftir að hafa verið saman allan sólarhringinn. Ég leit á símann hennar einn daginn til að fara á netið. Ég sá skilaboð frá manni sem hún vinnur með um hversu heit hún var kvöldið áður. Hún sagði mér að hún hefði farið út að skokka með vinkonu þegar hún kom sveitt heim. 

Maðurinn fann skilaboð í síma eiginkonu sinnar.
Maðurinn fann skilaboð í síma eiginkonu sinnar. Ljósmynd / Getty Images

Ég varð brjálaður. Svo mundi ég eftir systur hennar. Hún vinnur í gleraugnaverslun svo ég pantaði tíma í sjónmælingu. Ég fékk tíma í lok dags og það var auðvelt að ákveða að fara í drykk eftir á – barir voru opnir þá. Við skemmtum okkur vel í tvo tíma og ákváðum að hittast aftur og þá stunduðum við kynlíf. Hún féll alveg fyrir mér og mér leið vel þangað til hún sagði mér að hún væri ólétt þrátt fyrir að vera á pillunni. Hún sagðist vilja eignast barnið en foreldrar hennar verða brjálaðir og ég geri ráð fyrir að konan mín skilji við mig.“

Ráðgjafinn segist aðallega vorkenna barninu ef mágkonan ákveður að eignast barnið. Ráðgjafinn bendir manninum einnig á að fara í ráðgjöf ef hann ætlar að reyna að bjarga hjónabandinu 

„Það er ekki góð byrjun á lífinu að vera fastur með foreldra sem elska ekki hvort annað. Kannski er mágkona þín að reyna að ná sér niðri á systur sinni en hún verður að vera raunsæ. Hverjar eru líkurnar á að samband ykkar gangi? Ef hún ákveður að eignast barnið hefur þú lagalegar skyldur og þú verður vonandi góður pabbi. Þú verður að vera hreinskilinn við konuna þína. Segðu henni að hverju þú komst og hversu óhamingjusamur þú varðst.“

mbl.is