Langar ekki að sofa hjá konunni lengur

Karlinn hefur misst áhuga á að sofa hjá eiginkonu sinni.
Karlinn hefur misst áhuga á að sofa hjá eiginkonu sinni.

Karlmaður sem á gullfallega eiginkonu er búinn að missa áhugann á að stunda kynlíf með henni þar sem hún er ástríðulaus í rúminu. Hann leitar ráða hjá ráðgjafa The Guardian um hvernig hann geti fengið konuna sína til að opna sig og sýna honum ástríðu. 

„Konan mín og ég höfum verið gift í nokkur ár. Síðastliðið hálfa árið hef ég fundið áhuga minn á henni kynferðislega dvína, jafn vel þó að hún sé algjörlega gullfalleg (hún gæti verið fyrirsæta, sem ég er minntur á af ókunnugu fólki í hvert skipti sem við förum út úr húsi), þá finn ég eiginlega enga löngun til að sofa hjá henni. Í byrjun sambandsins var kynlífið fínt og við drógumst að hvort öðru fyrstu tvö árin. Ég er búin að útskýra fyrir henni að mér finnist hana vanta ástríðu, sama hversu mikla orku ég er með. 

Hún stingur aldrei upp á kynlífi af fyrrabragði og ef hún gerir það segir hún einfaldlega: „Við ættum að stunda kynlíf í kvöld,“ sem kveikier ekki í mér. Í síðasta samtali okkar um þetta sagðist hún bara vera feimin. Eftir nokkur samtöl sagðist hún skilja hvað hún þyrfti að gera og sagðist ætla að vinna í því, en stuttu eftir það bað hún um kynlíf hreint út, án þess að leggja sig nokkuð fram, þannig að mig langaði það ekki og neitaði henni. Tveimur mánuðum seinna, þá er hún bara farin að forðast það. Hún er elskuleg umhyggjusöm kona en þolinmæði mín er á þrotum, sem er ömurlegt svona snemma í hjónabandinu. Ég veit ekki hvað ég á að gera.“

Pamela Connolly Stephensson gefur honum góð ráð um hernig hann getur stutt eiginkonu sína. 

„Þegar manneskju finnur fyrir gagnrýni, sérstaklega jafn oft og þú hefur lýst, þá getur hún misst hugrekkið og dregið sig til baka. Það er regla að jákvæð styrking er best til að kenna manneskju að gera eitthvað. Í þínu tilviki þýðir það að þú ættir að hrósa henni og verðlauna jafnvel fyrir hið minnsta og aldrei aftur gagnrýna hana. Mig grunar að hún sé smá rugluð, sérstaklega ef þú hefur ekki lýst því nánar hvað það er sem þú vilt að hún geri. 

Það er ekki nóg að segja „Þú vilt aldrei stunda kynlíf af fyrrabragði“. Í stað þess gætir þú minnst á myndband sem þú sást einu sinni þar sem kona kom óvænt inn í stofuna klædd í „X“ eða „Y“, og bað síðan karlmanninn að fylgja henni inn í svefnherbergið og beðið hana svo að gera eitthvað svipað. Konan þín les ekki hugsanir og ég held að hún skilji ekki hvernig hún á að tæla þig á þann hátt sem þú vilt. Þannig að það gæti verið að hún þurfi mjög skýrar leiðbeiningar eins og „Værir þú til í að gera þetta, segja þetta og klæðast þessu?“. Ef hún gerir eitthvað af því sem hún biður þig um, mundu að hrósa henni og verðlauna. 

Hún mun að lokum öðlast sjálfstraust. Þegar kemur að hennar eigin kynhvöt, þá er það undir þér komið að spyrja hana, án þess að gagnrýna, að því hvað henni finnist gott og hvað vekur áhuga hennar. Henni gæti fundist þetta óþægilegt, þannig þú mátt ekki vera of ýtinn og mundu að hrósa henni fyrir allt það sem hún segir þér. Þú verður að komast að því hvað henni finnst gott, það er besta leiðin til að leysa þetta.“

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál