Stjörnupör sem kynntust í vinnunni

Barack og Michelle Obama.
Barack og Michelle Obama. AFP

Ástin er ekki bara á pöbbnum eða á Tinder. Mörg pör eiga það sameiginlegt að hafa fundið hvort annað í vinnunni. Stjörnurnar eru ekkert öðruvísi. Michelle og Barack Obama kynntust til dæmis í vinnunni og það gerðu einnig Angelina Jolie og Brad Pitt. 

Barack og Michelle Obama

Fyrrverandi forsetahjón Bandaríkhanna kynntust á lögfræðiskrifstofu árið 1989. Frú Obama reyndi fyrst að kynna Barack Obama fyrir vinkonu en það gekk ekki betur en svo að þau byrjuðu saman. 

John Legend og Chrissy Teigen

Tónlistarmaðurinn og fyrrisætan kynntust í tökum á tónlistarmyndbandi árið 2007. Teigen fór þá með hlutverk í myndbandi hans við lagið Stereo. 

Chrissy Teigen og John Legend.
Chrissy Teigen og John Legend. AFP

Angelina Jolie og Brad Pitt

Það þekkja margir ástarsögu Brad Pitt en leikarinn var kvæntur Friends-leikkonunni Jennifer Aniston þegar hann og leikkonan Angelina Jolie kynntust í tökum á myndinni Mr. and Mrs. Smith. Pitt og Aniston skildu í kjölfarið. Pitt og Jolie eignuðust sex börn, giftu sig árið 2014 og skildu tveimur árum síðar. 

Angelina Jolie og Brad Pitt.
Angelina Jolie og Brad Pitt. mbl.is/AFP

Ben Affleck og Jennifer Garner

Leikarahjónin fyrrverandi féllu fyrir hvort öðru í tökum á myndinni Daredevil. Þau kynntust þó fyrst þegar þau léku bæði í myndinni Pearl Harbour nokkrum árum fyrr.

Jennifer Garner og Ben Affleck.
Jennifer Garner og Ben Affleck. AFP

Ashton Kutcher og Mila Kunis

Leikarahjónin byrjuðu saman árið 2012 og giftu sig þremur árum síðar. Þau kynntust hins vegar fyrst árið 1998 þegar þau léku par í sjónvarpsþáttunum Svona var það eða That's 70s Show. 

Ashton Kutcher og Mila Kunis.
Ashton Kutcher og Mila Kunis. AFP
mbl.is